Skipta 220 miljarðar ríkisstjórnina engu?

Sjávarútvegsráðherra hefur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskveiðar. Allir þeir sem atvinnu sína hafa af fiskveiðum og verkun fisks hafa lagst gegn því. Samtök sjómanna, útgerðarmanna, alþýðusambönd af öllu tagi og samtök atvinnurekenda eru á einu máli um að verði frumvarpið að lögum muni afrakstur fiskveiða og vinnslu minnka og atvinnuleysi aukast. Ríkisstjórnin þveskallast og þykist ekki heyra.

Í hvaða stöðu er sú þjóð þegar ríkisstjórn hennar telur hagkvæmt að raska við atvinnugrein sem nemur 39% af tekjum þjóðarinnar og 8600 manns hafa framfæri sitt af henni, 5,2% af heildarvinnuafli?

Hvað er ætlunin að laga með þessu frumvarpi eða er það bein árás á útgerðir og starfsfólk í fiskveiðum og vinnslu? Ástæðan er alla vega ekki sú að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja sé í molum og þeir sem að þessari atvinnugrein standa kunni ekki til verka.

Í viðskiptum er sú regla í hávegum höfð að hlú að þeirri vöru sem best selst um leið og stuðlað er að aukinni sölu annarra. Ríkisstjórnin lítur ekki til 220 milljarða króna tekna af útfluttum sjávarafurðum. Eða er hugmyndin sú með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um fiskveiðar að tekjurnar aukist enn meir? Fæstir þeirra sem til þekkja telja frumvarpið þess eðlis. Þvert á móti.


mbl.is Ísland 17. mesta fiskveiðiþjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

hættir fiskurinn að veiðast við að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu?

Jón Þór Helgason, 22.9.2011 kl. 20:47

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Spurningin er auðvitað út í hött, Jón. Þú hefðir frekar átt að spyrja hvort breytingar á lögum um fiskveiðar auki verðmætasköpunina eða að minnsta kosti hún standi í stað. Svarið við þeirri spurningu er neikvætt, enginn heldur því fram, enda markmiðið með breytingunum allt annað.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.9.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

ég spurði bara að vekja athygli þína á því að það er ekki kerfið sem býr til arðsemina, heldur frekar stýringinn á kerfinu.

Skip kostar 4 milljarða. Og til að fullnýta skipið þarf kvóta upppá 3 milljarða. þannig að í raun kostar skipið 7 milljarða til að geta veitt.

þetta er mikill fjárfesting. og til að nýta hana er allt gert til að lækka kostnað. Framleiðniaukning af 7 milljörðum er mun erfiðari en af 4 milljörðum. það sem upphæðinn er svo há er líka allt gert til að ná magni en ekki endilega gæðum. Þetta lýsir sér best í að þeir sem eiga kvótan vilja veiða í miklu magni.

Þeir sem koma nýir inni greinina þurfa að fjárfesta í óefnislegum eignum til að komast inn (kvóta) sem býr ekki til verðmæti, verðmætinn eiga sér stað útá sjó en ekki í bönkum. Þetta kemur í veg fyrir nýsköpun.

Ef það er rétt að 42% af kvótanum sé leigðar frá fyrirtækjum sem eiga kvótan bendir það einmitt til að ágóði lendir hjá mönnum sem kunna ekki að reka útgerð en ekki hjá þeim sem búa til verðmæti. Það er einfaldlega ekki þjóðhagslega hagkvæmt.

Kvótakerfið hefur búið til verðmæti þar sem menn urðu að skipuleggja veiðar til að hámarka gæði og verð. En síðan þegar kvóti varð svo dýr eins og nú er þá fara menn bara í að lágmarka kostnað til að minnka áhættu. þegar menn hætta að taka áhættu minnkar nýsköpun.

Jón Þór Helgason, 23.9.2011 kl. 22:31

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sem sagt, spurningin var upphaflega út í hött, einungis til að sýna mér fram á það sem þú heldur hér fram. Þú hefðir getað sparað þér fyrirhöfnina en ég skil ekki alveg hvert erindið er erindið með essari athugasemdinni, Jón.

Verslun með kvóta er grundvallaratriði. Ástæðurnar eru margvíslegar. Flestir þeirra sem leigja kvóta reka útgerð þó vinsælt sé að halda öðru fram.

Skil ekki hvernig þú færð það út að lágmörkun á kostnaði minnki áhættu. Hagnaður skiptir máli, flestir ættu að vita hvernig hann verður til. Án hagnaðar verður ekki nýsköpun. Skil ekki hvernig er hægt að halda öðru fram.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.9.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband