Innantóm orð manns sem stefnir í uppvask
21.9.2011 | 21:20
Gott er að geta stofnað nýjan flokk en erfiðara er að sníða honum pólitískan stakk og klæðast honum. Ekki dugar að viðhafa falleg orð og vinsæla frasa. Það gagnast engum. Ekki dugar heldur að fullyrða að nýr flokkur verði öðru vísi en þeir sem fyrir eru. Stjórnmálaflokkar eru ekkert annað en sú stefna sem fólkið sem er í þeim markar.
Guðmundur Steingrímsson verður ekkert heiðarlegri og betri stjórnmálamaður við það að skipta um flokk. Raunar má með rökum fullyrða að við það verði hann lakari stjórnmálamaður. Þar sem hann er ekki nóg félagslega þroskaður til að geta unnið með fólki í Samfylkingu eða Framsóknarflokki getur hann varla samlagast fólki í öðrum flokkum, skiptir þá engu hvert nafnið er.
Svo er það hitt. Hver eru stefnumál flokka? Ég hef þá trú að allir sem taka þátt í starfsemi vilji einfaldlega landi sínu og þjóð vel. Hins vegar er mörgum mislagðar hendur og stjórnmálastefnan kemur er ekki skýr í framkvæmdinni. Til dæmis er óskaplega erfitt að sjá hvaða stefnu Besti flokkurinn hefur í borgarstjórn. Raunar er líklegast að flokkurinn hafi enga stefnu heldur ráði vindar hvert sé farið.
Nú um stundir eru fjármál sveitarfélaga og ríkis afskaplega mikilvæg. Stefna Besta flokksins og Samfylkingar er engin í þeim efnum. Þeir treysta á að embættismenn borgarinnar sjái um málin sem þeir og gera. Borgarfulltrúar þessara flokka koma þar lítið nálægt.
Stefna Vinstri grænna og Samfylkingar í ríkisfjármálum er engin. Þessir flokkar hafa þá stefnu eina að lækka ríkisútgjöld sem næst því sem tekjur ríkisins eru. Það er gott og blessað, svipað því að sinna uppvaskinu vel.
Það sem þessir þrír flokkar kunna ekki er að nota þau tæki sem tiltæk eru svo hagvöxtur aukist, atvinnulífið komist á skrið og atvinnuleysi verði útrýmt. Hér er ég að tala um raunverulega stefnu í stjórnmálum.
Það dugar ekki að sinna uppvaskinu. Hvatning til þjóðarinnar er afskaplega mikilvæg. Ekki gengur lengur að hækka skatta og aðrar álögur á almenning og fyrirtæki, segja upp fólki hjá ríki og sveitarfélögum og hrekja fólk í burtu. Stjórnmálastefnuna vantar en hún hefur tapast í froðunni við uppvaskið.
Allt tal um heiðarleika í pólitík, tal um mannúð og frið, umhverfismál og náttúruvernd, alþjóðahyggju, frjálslyndi og annað sem hljómar svo afskaplega vel, eru einfaldlega innantóm orð ef engin er stefnan. Tölum bara hreint út; þetta er tómt bull og kjaftæði.
Við getum endalaust haft þá stefnu að við eigum að klappa og kjassa hvert annað en í guðanna bænum lítum upp því að um 15.000 manns eru atvinnulausir. Þúsundir vel menntaðs fólks hefur flúið land og fjöldi þeirra kemur aldrei til baka. Fjöldi fólks á ekki til hnífs og skeiðar.
Ef þetta bull á að halda áfram fáum við aðeins nýjan Gnarr á Alþingi, mann sem hefur því miður ekki haft neitt fram að færa annað en litskrúðug föt í Gay Pride göngu. Við fáum Guðmund Steingrímsson, sem fátt hefur gert á þingi, raunar ekkert annað en að skipta um flokka. Við fáum kannski með þessum tvemenningum gott og heiðarlegt fólk á þing, en það kann ekki til verka, ekki frekar en borgarfulltrúar Besta flokksins.
Er Alþingi staður fyrir tilraunastarfsemi og starfsnám? Nei, við þurfum þar fólk með stefnu, þekkingu og þor - ekki uppvaskara (með fullri virðingu fyrir þeim sem slíku sinna).
Áhugi víða fyrir nýju framboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Djöfull ertu alltaf súr.
hilmar jónsson, 21.9.2011 kl. 21:47
Fínn pistill.
Það er síðan betra að vera súr en að vera "ignorant"
Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 22:13
Það er eitthvað svo innilega augljóst að Guðmund langar bara eitt, að vera voða, voða, merkilegur kall. Að vera formaður einhvers flokks og ráðherra, fyrir því slær hjarta hans.
Frjálslyndisstefna Guðmundar felst í að vera frjáls frá því að hafa einhverja stefnu.
Sólbjörg, 21.9.2011 kl. 22:42
Ertu ekki orðinn miklu slakari eftir svona bloggútrás ?
Eyjólfur Sturlaugsson, 21.9.2011 kl. 23:10
Góður pistill og raunsær.
Komment Hilmars fyrirsjáanlegt og alveg í hans stíl. Allt er súrt og leiðinlegt sem talar gegn velferðarstjórninni.
Rétt Óskar og Sólbjörg, þið eins og vonandi flestir sjáið í gegnum þetta og greinið hismið frá kjarnanum.
Þetta brölt er bara til þess sem Sólbjörg lýsir svo vel hér.
Viðar Friðgeirsson, 21.9.2011 kl. 23:17
ég óttast að þessi flokkur verður of umhverfissinnaður...
Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 23:51
Já djöfull ef á nú að fara að hygla helvítis náttúrunni eins og Greenpeace hryðjuverkamenn.
hilmar jónsson, 21.9.2011 kl. 23:54
Fólk lifir ekki á því að horfa á fjöllin.
Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 23:58
Kind of, Túrismi..þú mannst.
hilmar jónsson, 22.9.2011 kl. 00:03
Lifi lýðræðið niður með fjórflokkinn!
Sigurður Haraldsson, 22.9.2011 kl. 00:25
Turisminn (þó að hann er ekki arðbær) hverfur ekki þó að auðlindir okkar eru virkjaraðar á skynsamann hátt.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2011 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.