Fjármálaráđherra ábyrgur fyrir milljarđa klúđri

Vita lesendur ađ eignir fjármálastofnunarinnar Byrs rýrnuđu um 113 milljarđa króna á síđustu tveimur árum? Gera ţeir sér grein fyrir ţví ađ kostnađur viđ sameiningu hins nýja Sparisjóđs Keflavíkur, sá gamli varđ gjaldţrota, og Landsbankans er um 38 milljarđar króna en ekki 11 milljarđar eins og ríkisstjórnin mat samrunann?

Í Morgunblađinu í morgun, 21. september, birtist sláandi grein eftir Guđlaug Ţór Ţórđarson, alţingismann Sjálfstćđisflokksins, sem nefnist „Mun Steingrímur J. draga Steingrím J. fyrir landsdóm vegna Byrs og SpKef?“.

Milljarđaklúđur vegna SpKef

Í greinnni eru dregnar fram hrikalegar upplýsingar um handarbaksvinnubrögđ Fjármálaeftirlitsins, fjármálaráđuneytisins og fjármálaráđherrra.  Í greininni segir Guđlaugur:

Hinn 22. apríl 2010 greip FME inn í starfsemi Sparisjóđsins í Keflavík og skipti honum upp í gamlan og nýjan. Ekki liggur fyrir á hvađa forsendum ákveđiđ var ađ stofna nýjan sparisjóđ eđa hvađa útreikningar eđa mat um rekstrarhćfi lágu ađ baki. ...

Stofnun nýja SpKef virđist hafa veriđ gerđ af svo mikilli vanhćfni ađ nýi sjóđurinn komst í ţrot tćpu ári síđar eđa í mars 2011. Spyrja má hversu miklir fjármunir töpuđust viđ stofnun nýja sjóđsins – hver var t.d. rekstrarkostnađur hans frá apríl 2010 og mars 2011 og hversu mikiđ hafa eignir rýrnađ? 

Ljóst er ađ milljarđar króna hafa tapast vegna SpKef og Guđlaugur er harđorđur í garđ stjórnvalda. Hann segir:

Ríkiđ hefur endurtekiđ vanmetiđ stöđu sjóđsins, fyrst á međan sjóđurinn var í undanţáguferli hjá FME (í eitt ár), aftur viđ skiptingu hans í nýjan og gamlan (22. apríl 2010) og í ţriđja skiptiđ viđ samrunann viđ Landsbankann (mars 2011). Eignir sjóđsins hafa rýrnađ verulega á međan á ţessu hefur stađiđ. Verđmćtiđ hefđi veriđ betur tryggt ef sjóđurinn hefđi strax fariđ í slitameđferđ ţegar sýnt var ađ hann myndi ekki geta aukiđ eigiđ fé sitt, sem hlaut ađ hafa veriđ ljóst eftir sex mánađa undanţágu frá eiginfjárkröfum.

Til viđbótar eru rökstuddar efasemdir um ađ löglegt hafi veriđ ađ veita nýja Spkef sjálfkrafa starfsleyfi í apríl 2010. Sé ţađ rétt var sjóđurinn rekinn án starfsleyfis í tćpt ár, sem getur ţýtt enn frekari skađa fyrir ríkiđ og/eđa Landsbankann. 

113 milljarđar fuku út í veđur og vind 

Klúđriđ vegna Byrs virđist vera enn meira en međ SpKef. Fyrirtćkinu var skipt upp í nýja og gamla Byr og Guđlaugur segir í grein sinni:

Eftir stendur ađ Byr fékk ađ starfa í 10 mánuđi á undanţágu skv. 86. gr. laga um fjármálafyrirtćki. Ţađ hlaut ađ byggja á ţví mati FME ađ félagiđ vćri lífvćnlegt – sem ekki var raunin. Síđan var stofnađur nýr Byr sem virđist ekki geta starfađ sjálfstćtt. Sama vanmatiđ og međ Sparisjóđ Keflavíkur – og sóun fjármuna. Samkvćmt Viđskiptablađinu 8. september 2011 hafa eignir Byrs rýrnađ um 113 milljarđa síđustu tvö ár í umsjón ríkisins.

Fleiri dćmi um klúđur stjórnvalda

Nú munu eflaust flestir halda ţví fram ađ nóg sé af klúđri en alltaf bćtist eitthvađ viđ eins og Guđlaugur tíundar:

Einnig má minna á lánveitingarnar til VBS upp á 26 milljarđa og Sögu Capital upp á 19 milljarđa. Ekki liggur fyrir á hvađa áćtlunum eđa forsendum ţessi fyrirgreiđsla byggđist – eđa á hvađa lagaheimild byggt var. Einnig er ljóst ađ FME taldi „eiginfjársnúninga“ fyrirtćkjanna ekki samrćmast alţjóđlegum eiginfjárreglum, en lét ţađ viđgangast, sbr. Viđskiptablađiđ 21. apríl 2009.

Landsdómur yfir Steingrími J.

Samkvćmt öllu er embćttisfćrsla fjármálaráđherra međ slíkum endemum ađ vćri Steingrímur J. í stjórnarandstöđu fćri hann hamförum gegn ríkisstjórn sem hagar sér á ţennan hátt. En nú er hann í forsvari fyrir fjármálum ríkisins og sér ekkert athugunarvert viđ störf sín. Menn hafa sagt af sér embćtti fyrir minni sakir en milljarđa klúđri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband