Varasamur, vanstilltur þingmaður

Svona er nú málfar margra vinstri manna. Þeir sem þeir eru ekki sammála fá yfir sig óhroða af ýmsu tagi. Málefnaleg umræða víkur fyrir kjaftbrúki og rugli. Virðingin fyrir embættum lýðveldisins er ekki meiri en svo að vanstilltir menn bresta á límingunum og taka upp skítkast.

Einn af þessum andlega ótöðugu mönnum er Björn Valur Gíslason alþingismaður Vinstri grænna. Hann kallar foseta Íslands "forsetaræfil". Látum nú vera hvort þingmaðurinn hafi rétt fyrir sér, hitt er alvarlegra að þingmaðurinn kann sig engan veginn, er ókurteis og fjandsamlegur í garð embættisins.

Og hvernig halda menn að Björn Valur tali svo um aðra þá sem hann telur sig eiga sökótt við? Andstæðinga, embættismenn, almenning?

Svona fólki er einfaldlega ekki treystandi fyrir löggjafarvaldinu. Hversu skammt er ekki frá slæmum munnsöfnuði og rógi yfir í vond vinnubrögð og jafnvel samþykkt laga sem hreinlega mismuna fólki.

Nei, gætum okkur á svona mönnum, þeir eru afar varasamir svo ekki sé meira sagt. Kjósum þá ekki.


mbl.is Talaði um „forsetaræfilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Engin hætta!!!!!!!!!!!!!!!

Sandy, 14.9.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Ekki hin minnsta hætta á því.

Birna Jensdóttir, 14.9.2011 kl. 15:38

3 Smámynd: Guðjón Rúnar Sigurðsson

Það má held ég öllu skynsömu fólki vera ljóst sem fylgst hafa með ..og þá sérstaklega því hvernig Björn Valur hefur ítrekkað varið sinn mann SJS..að þau ummæli sem hann (Björn Valur) lét falla um Ólaf Ragnar voru eingöngu til þess gerð að niðurlægja hann, málfluttning hans og skoðanir.

Ef Björn Steinar heldur eittaugnar blik að sá málflutningur sem hann stundar sé Steingrími J til framdráttar og hann sé með þessu móti að verja heiður hans þá held ég að hann ætti að fara hugsa sinn gang.

Guðjón Rúnar Sigurðsson, 14.9.2011 kl. 17:24

4 Smámynd: Elle_

Maðurinn er alltof ruddalegur og vanstilltur til að vera í embætti eða stjórnmálum landsins.  Stundum kemurðu fram með hliðar á málum sem aðrir gera ekki, Sigurður, eða allavega segja ekki og eftirfarandi sló mig mest úr pistlinum:

>Hversu skammt er ekki frá slæmum munnsöfnuði og rógi yfir í vond vinnubrögð og jafnvel samþykkt laga sem hreinlega mismuna fólki.

Nei, gætum okkur á svona mönnum, þeir eru afar varasamir svo ekki sé meira sagt. Kjósum þá ekki.<

Elle_, 14.9.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband