Aðlögunarviðræður í hættu vegna Jóns Bjarnasonar
2.9.2011 | 17:42
Víst var frumvarpið um breytingar á stjórnarráðinu sett fram til höfuðs Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það vita allir sem fylgjast með stjórnmálum. Harka Samfylkingarinnar er slík að hún vill umfram allt losna við þennan harðasta andstæðing aðlögunarviðræðnanna við Evrópusambandið úr ríkisstjórninni.
Hvers vegna? Jú, hann ætlar ekki að makka eftir línu Samfylkingarinnar og annarra ráðherra og þingmanna Vinstri grænna, kallinn er gegnheill á móti ESB.
Nú er vandamálið hins vegar það, að öllum var ætlan Jóhönnu Sigurðardóttur orðin ljós. Hefði hún haldið fast við áform sín hefði hún búið nýtt vandamál og öllu alvarlegra. Jón hefði hrakist í burtu úr ríkisstjórn og þar af leiðandi rakleitt út úr Vinstri hreyfingunni grænt framboð.
Þó svo að þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson hafi komið til liðs við velferðarstjórnina dugar það aðeins til að halda sléttu í meirihluta, ekkert annað. Álit almennings yrði hins vegar hrikalega andstætt rikisstjórninni hrökklaðist Jón í burtu, og var ekki úr háum sessi að falla. Fyrirsjáanlegt er þá að hún myndi ekki geta starfað áfram.
Og þetta er öllum ljóst. Því er nú gerð skörp vinstri beygja og öllum sem vettlingi geta valdið innan ríkisstjórnarinnar, í þingliðinu og víðar uppálagt að flytja sömu tugguna og Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, gerir í dag.
Frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu er auðvitað ekki lagt fram til höfuðs Jóni Bjarnasyni, ráðuneytið mun starfa út kjörtímabilið, segja stjórnarliðar og reyna að bera höfuðið hátt en flökktandi augnaráðið kemur upp um þá. Þeir trúa því ekki að hinar tilbúnu skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra suðu saman um daginn gangi ómeltar ofan í almenning.
Nú er komin pattstaða hjá ríkisstjórninni. ESB aðildin er í afar slæmum farvegi. Heilt ráðuneyti neitar að samstarfi. Viðbúið er þá að ESB muni slíta viðræðunum. Þrautaráðið verður eflaust að fá Jón Bjarnason til að hætta með góðu. Allt verður gert til að fá hann út. Með hvaða hætti það gerist er erfitt um að spá.
Hitt er þó heiðskýrt og ljóst að hætti Jón Bjarnason þá hefur eitthvað meira en lítið gengið á. Hann mun þá hafa fengið tilboð sem hann hefði aldrei getað hafnað ...
Ekki til höfuðs Jóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Bjarnason er gegnheill og heiðarlegur, um það þarf ekki að deila.
Spurningin er hins vegar, hverjir vilja Jón Bjarnason feigan í ríkisstjórninni? Við ættum að setja þekkingar-samvisku-mælinn á þá liðhlaupa sem það sækja svo stíft nú um stundir!
Rétt skal vera rétt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.9.2011 kl. 22:35
Ég hygg að margir muni vera mér sammála um að ríkisstjórnin hafi mörgum verkefnum að gegna sem þjóðin kallar eftir. Og að þessi aðildarumsókn sé ekki í þeim flokki.
Það er reyndar skelfilegt til þess að vita að fjármálaráðherrann skuli ekki reynast hafa vald á eigin atkvæði af ótta við nærri sjötuga konu í stóli forsætisráðherra.
Einsdæmi?
Af hverju hugkvæmist engum að senda mannbjálfann í "huglæga atferlismeðferð?"
Árni Gunnarsson, 2.9.2011 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.