Hvað skyldi Þráinn vera að hugsa?

Ég er líklega einn um að skilja ekki alltaf þingmanninn Þráinn Bertilsson. Þetta segi ég ekki manninum til hnjóðs heldur kann vandinn að liggja mín megin.

Hvað sem því líður þá er hér tilvitnun úr frétt mbl.is sem höfð er eftir Þránni. Hann er að ræða stjórnarfrumvarp um endurskoðun á lögum um stjórnarráð Íslands.

Í fréttinni segir Þráinn:

Mér finnst frumvarpið ekki ennþá vera orðið nægilega vel unnið í nefndinni og ég vildi reyna til þrautar að ná eins breiðri samstöðu um þetta frumvarp og hægt er, því það er verið að setja lög til framtíðar, það er ekki bara verið að setja lög um ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Því ég útiloka ekki að Sjálfstæðisflokkur komist til valda á næstu þrjátíu árum og þessi lög ná yfir hvaða ríkisstjórn sem situr, hvaða flokkar svo sem eiga sæti í henni. 

Getur einhver skýrt út fyrir mér hvað þingmaðurinn á við? Ég skil hann á þann veg að laga þurfi stjórnarfrumvarp um stjórnarráðið svo tryggt verði að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki í ríkisstjórn næstu þrjátíu árin.

Í sjálfu sér er þetta háleitt markmið og eflaust óskhyggja sumra en ekki að sama skapi lýðræðislegt.

En ... ég gæti haft rangt fyrir mér. Hugsanlega vill Þráinn koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn, er hann kemst til valda, geti breytt þessum skringilegu lögum, nái frumvarpið fram að ganga. Það mun hann áreiðanlega gera því með þeim er verið að auka vægi framkvæmdavaldsins á kostnað þingsins.


mbl.is Ekki sátt um upptökur á fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þar sem að Jóhanna ginnti yfir Guðmund Steingrímsson er hann nú í óða önn að hefna sín þar sem hann fékk ekki að vera "SWING VOTE"  og halda máttlausri, nær óstarfshæfri ríkisstjórninni í gíslingu

Óskar Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 11:50

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Margt bendir til þess, Sigurður, að þingmaðurinn sé alls ekki að hugsa.

Eiður Svanberg Guðnason, 2.9.2011 kl. 13:22

3 Smámynd: Björn Emilsson

Skrif Þórarins eru alveg í samræmi við ´hugsun´ og áætlun þessarar tæru vinstri stjórnar, að hleypa ekki sjálfstæðisflokkunum að kjötkötlunum aftur. Island skal verða ´tært´ ESB land í Stórríki Þýskalands.

Björn Emilsson, 2.9.2011 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband