17% minni notkun á litaðri olíu

Þessi frétt um sölu á litaðri olíu og minotkun á henni segir afar lítið. Hún er ein af þessum pólitískt lituðu fréttum sem koma frá Vegagerðinni.

Staðreyndin er sú að sala á litaðri olíu hefur minnkað um 17% vegna þess að atvinnulífið er í spennitreyju. Ástæðan ef sú að almennt hefur notkun á eldsneyti hefur dregist saman og má þar um kenna hækkandi álögum ríkisvaldsins. Munum að lituð olía er ekki fyrir almenning hún er fyrst og fremst fyrir atvinnulífið með einstaka undantekniingum skv. upplýsingum frá RSK:

Olía er undanþegin gjaldskyldu í eftirfarandi tilvikum, skv. 4. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, þegar í hana hefur verið bætt litar- og merkiefnum:

  1. Til nota á skip og báta.
  2. Til húshitunar og hitunar almenningssundlauga.
  3. Til nota í iðnaði og á vinnuvélar.
  4. Til nota á dráttarvélar.
  5. Til raforkuframleiðslu.
  6. Til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota.
  7. Til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum.
  8. Til nota á bifreiðir í eigu björgunarsveita.

 Litaða olíu má ekki nota sem eldsneyti í öðrum tilvikum. Komi í ljós að notuð sé lituð olía á ökutæki sem ekki hefur til þess heimild varðar það sektum ...

Í fréttinni kemur fram að gerðar hafi verið 609 athuganir á þessu ári en 1764 í fyrra. Að meðaltali hefur því 122 ökutæki verið könnuð á þessu ári á mánuði og mánaðarlega 6 mál að meðaltali send til saksóknara. Þetta er sama meðaltal og í fyrra. Það vekur engu að síður athygli að í fyrra voru að meðaltali 147 ökutæki könnuð.

Niðurstaðan er engu að síður sú að aðeins sex málum hefur á fyrstu fimm mánuðum þessa og síðasta árs verið vísað til saksóknara.

Það er ofboðslega lítið, tæpt 1% á þessu ári og miklu minna á því síðasta. Spurningin er sú hvað þetta eftirlit kostar og hvort það borgi sig að halda því úti. Eru til einfaldari aðferðir sé á annað borð vilji fyrir því að sumir fái olíuna á lægra verði en aðri?. Væri til dæmis hagkvæmara betra að endurgreiða ofangreindum aðilum kaup á olíu og sleppa því einfaldlega að lita hana?


mbl.is Dregið hefur úr misnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Eftirlitið verður að sjálfsögðu að vera til staðar. Það að misnotkun er þetta lítil má að stærstum hluta rekja til þess að almennt eru Íslandingar löghlýðnir en þar á eftir kemur sú staðreynd að fylgst er með þessu. Ef eftirlitið yrði lagt niður ykist misnotkun margfalt. Þetta segir sig nokkuð sjálft.

Varðandi það að endurgreiða þá er það ekki svo einfalt. Það þyrftir að setja löglega tímamæla í allar vinuvélar og færa þær til aflestrar á viðurkendum skoðunartöðvum og öll vinnan við mælaálestur mun erfiðari helsur en var í gamla kerfinu því bílarnir eru mun færanlegri en vinnuvélarnar.

Ekki dugar að gjaldkeri fyrirtækis sendi ríkinu endurgreiðslureikning með skýringum að af þessum 30 þúsund lítrum sem við keyptum fóru 10 þúsund á vörubílinn en 20 þús á gröfuna. vinsamlegast leggiðnn á reikn. nr. ......

Landfari, 22.8.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband