Miðstýrt evrópskt fjármálakerfi

Þeir sem segja að vilji til að auka aga í ríkisfjármálum evruríkjanna feli í sér aukna miðstýringu sambandsins eru annaðhvort illa lesnir eða vilja ekki vita betur.

Þetta sagði Pétur J. Eiríksson fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair og núvernadi stjórnarformaður Hörpunnar. 

Martin Blessing, bankastjóri Commerzbank í Þýskalandi, er ábyggilega sömu skoðunar þegar hann heldur því fram og hefur til þess stuðning fjölmargra annarra, að nauðsynegt sé að koma á fót embætti fjármálaráðherra fyrir öll ríki Evrusvæðinsins.

Nei, nei. Það þýðir ekki miðstýring. Með þessu er einfaldlega verið að færa völd frá ríkjum ESB til Brussel.

En hvað veit ég sosum, illa lesin maðurinn ... Mikið óskaplega gat Pétur J. Eiríksson verið seinheppinn með grein sína.

Staðreyndin er hins vegar sú að æ fleiri eru komnir á þá skoðun að efnahagssvæði Evrunnar geti ekki stað undir sér nema með styrkri miðstýringu. Annars fer allt í bál og brand eins og á sér stað. 

 


mbl.is Eitt evrópskt fjármálaráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og þessi maður er stjórnarformaður Hörpunnar? Það er reyndar fullkomlega rökrétt miðað við seinheppnina sem þar ræður ríkjum...

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband