Þorvaldur Gylfason stillir Alþingi upp við vegg

Mikið óskaplega var þetta sjálfhverf og órökrétt umræða sem fer tíðum fram í útvarpsþættinum „Landið sem rís“ á Rás 1 undir stjórn Jóns Orms Halldórssonar og Ævars Kjartanssonar. Í dag ræddu þeir við Þorvald Gylfason, fyrrverandi stjórnlagráðslim. Í þættinum fékk Þorvaldur að vaða fram og aftur án nokkurra athugasemda frá stjórnendums sem átu umhugsunarlaust upp allt sem maðurinn sagði.

„Stjórnlagaráð er hluti af þjóðinni“, sagði Þorvaldur. Og með tilstuðlan stjórnenda fékk hann að halda því fram að stjórnmálaflokkarnir væru ekki hluti af þjóðinni. 

Þessi ummæli Þorvaldar og margra annarra stjórnlagaráðslima lýsa einstæðum hroka. Ráðið getur ekki litið á drög þeirra að stjórnarskrá sem endanlega. Ég sætti mig einfaldlega ekki við að fá ekki að leggja orð í belg, þurfa að samþykkja þessi drög í heildina eða ekki.

Ég er meðlimur í stjórnmálaflokki en hef sjálfstæða hugsun eins og svo sem allir. En ég sætti mig ekki við að einhver stjórnarskrár-besservisser segi mér að ég megi aðeins hafa skoðun á drögunum í heild sinni en ekki einstökum liðum. Ennfremur trúi ég því ekki að Alþingi ætli að láta stilla sér upp við vegg með þeim orðum Þorvaldar að annað hvort samþykki þingi tillögurnar í heild sinni eða búi til sitt eigið frumvarp og beri svo bæði undir þjóðina.

Undalógík Þorvaldar er með endemum. Maðurinn lítur svo stórt á sig að það mætti halda að drögin að stjórnarskránni hafi verið samþykkt af guði almáttugum og megi því alls ekki hrófla neitt við þeim. 

Það er svo annað mál hvernig þessi þáttur „Landið sem rís“ er. Í síðustu viku fékk Jón Baldvin Hannibalsson að fimbulfamba um allt og ekkert án þess að stjórnendur hefðu vott af gagnrýninni hugsun heldur létu þeir eins og Jón Baldvin væri með áskrift að stórasannleik. Nú fékk Þorvaldur að leika sama leik. Ég býst við því að næst fái ég að útvarpa mínum stórasannleik í þessum undarlega útvarpsþætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Hann Þorvaldur mynnir mig á blöðrusel á fengitímanum.

Snorri Hansson, 11.8.2011 kl. 17:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eina ástæðan fyrir því, að ég hef ekki skrifað um þennan hroka mannsins, er sú, að ég hefur verið allsendis upptekinn. Tek undir þín orð, Sigurður, - það er yfirgengilegt hvernig Þorvaldur hagar sér, og það þarf að taka þetta rækilega fyrir, greina og sundurgreina og skoða í samhengi við annað, en mín niðurstaða er, að þetta er árás (þ.e. hans) á stjórnskipun landsins. Rökstuðninginn arf ég hins vegar að tína til og birta.

Reyndar byrjuðu hans stærilátu yfirlýsingar strax á kosninganóttina eftir kosninguna ólögmætu. En ekki hefur blöðruselsblaðran minnkað síðan þá!

Jón Valur Jensson, 11.8.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband