Hvað liggur að baki óeirðanna?
10.8.2011 | 08:42
Hreint ótrúlegt er að fylgjast með uppþotunum í Englandi. Tvennt er það sem vekur athygli. Hið fyrra er hversu fjöldi óeirðaseggja er mikill og hins vegar hversu ráðþrota lögreglan og stjórnvöld eru vegna ástandsins.
Þetta er þó ekki það sem mestu máli skiptir heldur frekar það sem að baki liggur eða ætti ég öllu heldur að segja það sem vantar.
England og raunar Bretland allt telst til afar þróaðra ríkja og heimamenn hæla sér af góðu menntakerfi rétt eins og gert er víðs vegar um Vestur-Evrópu. Það virðist þó ekki breyta innræti hluta þjóðarinnar því fjöldinn allur efnir til uppþota og virðist tilgangurinn sá einn að ræna og rupla eins og hægt er. Þetta virðist einfalega vera spennandi vettvangur fyrir frísk og vel haldin ungmenni. Svona rétt eins og íþróttakeppni er fyrir aðra.
Á myndböndum má sjá litla hópa ráðast á verslanir og brjóta sér leið inn. Tökum samt eftir því að ekki er ráðist inn í hvaða verslun sem er. Nei, lýðurinn velur sér raftækjaverslanir. Þar hverfa vinsælustu raftækin úr gluggum og hillum; sjónvörp, símar, iPod-ar, iPad-ar og álíka tæki. Og út hleypur fólkið og stekkur hæð sína með fenginn og hverfur út í buskan í gráu hettupeysunum sínum.
Margir hafa haldið því fram að uppþotin séu mótmæli gegn fátækt og atvinnuleysi. Það er alrangt enda virðist öllu skipta að ræna og valda sem tjóni. Fram hefur komið að lýðurinn er oft vopnaður mólatov-kokteilum og grjótið nýtur sígildra vinsælda. Eldar eru kveiktir og engu virðist skipta þótt íbúðir séu á hæðunum fyrir ofan verslanirnar. Gríðarlegur fjöldi fólks er í þar í felum, dauðhrætt og sumir hafa tekið til þess ráðs að flýja að heiman. En lögreglan er ráðalaus. Og hvaða ráð duga gegn þeim sem ganga á þennan hátt gegn gildum samfélagsins sem allir hafa samþykkt.
Þessi staðreynd sem veldur mér heilabrotum: Hvernig er það þjóðfélag sem elur af sért þvílíkt ofbeldi og virðingarleysi fyrir lífi og limum samborgara sinna og eignum annarra? Hvaðan kemur innrætinging?
Þetta minnir mann á svokallaða búsáhaldabyltingu hér á landi fyrir tveimur árum. Þúsundir Íslendinga komu þá saman til friðsamlegra mótmæla en ... fjöldinn allur lét friðinn ekki nægja. Lítill minnihluti réðst á Alþingishúsið, grýtti lögreglumenn og skemmdi eða eyðilagði eignir. Þetta voru engin barnabrek, þarna voru ekki á ferð unglingar heldur fullorðið fólk.
Ég aftur: Hvers konar þjóðfélag er það sem elur af sér ofbeldi og virðingarleysi fyrir lífi og limum samborgara sinna og eignum annarra? Ef til vill er hægt að orða þessa spurningu á annan veg: Hvernig er hægt að lifað með því að hafa vísvitandi valdið öðrum líkamstjóni eða valdið eignaspjöllum?
Munum samt að 99% fólks er yfirleitt gott og vill láta gott af sér leiða. Flestir eiga sér ekkert annað meginmarkmið en að sjá fyrir sér og sínum, elska ættingja og vini og njóta þess sem lífið býður upp á. Þetta má sjá út um allan heim. Nákvæmlega þetta vekur von í brjósti um framtíð mannkynsins. Vandamálið eru óeirðaseggirnir og þeir hylgja ekki allir andlit sín eða fela nafn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lestu þessa grein hún ætti að gefa þér góða hugmynd um hvað orsakar þessa hegðun. Að vísu er greinin fremur á conservatívum nótum.
http://www.dailymail.co.uk/debate/article-2024284/UK-riots-2011-Liberal-dogma-spawned-generation-brutalised-youths.html#ixzz1Uc2TdxGV
kallpungur, 10.8.2011 kl. 08:53
Sæll Sigurður.
Það er engan veginn sambærilegt að bera þessar stjórnlausu og villimnnlegu og mannskæðu óeyrðir saman við tiltölulega meinlaus mótmæli eins og búsáhaldabyltinguna sem hér var eða önnur mótmæli síðan.
Gunnlaugur I., 10.8.2011 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.