Til hvers að mæla greind vafranotenda?

Þó fréttin sé nokkuð fyndin og skemmtileg, sérstaklega fyrir okkur sem látum ekki Microsoft stjórna tölvunotkuninnni, er hún lík stórskrýtin. 

Um 100.000 einstaklingar tók þátt í könnun og létu framkvæma á sér „greindarvísitölupróf“ eins og það er þýtt í fréttinni. Eitt er svosem að gera könnun á notkun vafra í tölvum, annað er að gera greindarpróf á þátttakendunum. Úr því að engar skýringar koma fram á tilganginum með þessu öllu má einfaldlega gera ráð fyrir að þeir sem könnunina framkvæmdu séu nokkuð greindarskertir sjálfir, í það minnsta þjást þeir af skynsemisskorti.

Vilji einhverjir kanna notkun á vöfrum er hægt að komast að útbreiðslu þeirra á langtum einfaldari hátt. Hægt er að láta vefi „lesa“ þá vafra sem koma inn á þá. Þannig er til dæmis fyrirtæki sem ég á aðild að með vef hér á landi og á heimasíðu vistunaraðilans mælast tíu efstu vafrarnir og tíu efstu stýrikerfin hjá þeim sem koma inn á vefinn.

Vinsælustu vafrarnir hjá þessu fyrirtæki mínu eru þessir: 

 

  1. MS Internet Explorer 26,8%
  2. Safari 20,8%
  3. Óþekkt 19,7%
  4. Firefox 17,4%
  5. Mozilla 9.05%
  6. AppleSyndication (RSS Reader) 5,2%
  7. Opera 0,6%
  8. Netscape  0,1%

 

Staðan breytist talsvert þegar komið er að vinsælustu stýrikerfunum, en þau eru þessi:

 

  1. Macintosh 36.6 %
  2. Windows 34 %
  3. Óþekkt 28.8 % 
  4. Linux  0,4%
Hins vegar mælist ekkert um gáfnafar hjá notendunum enda engin ástæða til að fá þær upplýsingar. Greinilegt er að það hafði gríðarleg áhrif að Microsoft var þvingað til að opna IE fyrir öðrum vöfrum en IE. Það hvarflar þó að manni að sókn Makkans inn á tölvumarkaðinn sé langt frá því lokið og hann eigi eftir að fara illa með markaðshlutdeild Microsoft. Persónulega hef ég af því engar áhyggjur né væntingar, nota bara minn Makka því hann er að mínu mati það besta sem er í boði.

 


mbl.is Notendur IE greindarskertir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Ég myndi vilja vita hver óskaði eftir þessari bjánalegu könnun Þetta er eins og að komast að þeirri niðurstöðu að fólk sem gangi í strigaskóm sé yfir höfuð heimskara en fólk sem gengur í háum hælum

Kannski var prófið gert þannig að IE studdi það ekki og þeir sem notuðu þann vafra enduðu með glataða niðurstöðu...

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 3.8.2011 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband