Til hvers að mæla greind vafranotenda?
3.8.2011 | 08:34
Þó fréttin sé nokkuð fyndin og skemmtileg, sérstaklega fyrir okkur sem látum ekki Microsoft stjórna tölvunotkuninnni, er hún lík stórskrýtin.
Um 100.000 einstaklingar tók þátt í könnun og létu framkvæma á sér greindarvísitölupróf eins og það er þýtt í fréttinni. Eitt er svosem að gera könnun á notkun vafra í tölvum, annað er að gera greindarpróf á þátttakendunum. Úr því að engar skýringar koma fram á tilganginum með þessu öllu má einfaldlega gera ráð fyrir að þeir sem könnunina framkvæmdu séu nokkuð greindarskertir sjálfir, í það minnsta þjást þeir af skynsemisskorti.
Vilji einhverjir kanna notkun á vöfrum er hægt að komast að útbreiðslu þeirra á langtum einfaldari hátt. Hægt er að láta vefi lesa þá vafra sem koma inn á þá. Þannig er til dæmis fyrirtæki sem ég á aðild að með vef hér á landi og á heimasíðu vistunaraðilans mælast tíu efstu vafrarnir og tíu efstu stýrikerfin hjá þeim sem koma inn á vefinn.
Vinsælustu vafrarnir hjá þessu fyrirtæki mínu eru þessir:
- MS Internet Explorer 26,8%
- Safari 20,8%
- Óþekkt 19,7%
- Firefox 17,4%
- Mozilla 9.05%
- AppleSyndication (RSS Reader) 5,2%
- Opera 0,6%
- Netscape 0,1%
Staðan breytist talsvert þegar komið er að vinsælustu stýrikerfunum, en þau eru þessi:
- Macintosh 36.6 %
- Windows 34 %
- Óþekkt 28.8 %
- Linux 0,4%
Notendur IE greindarskertir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég myndi vilja vita hver óskaði eftir þessari bjánalegu könnun Þetta er eins og að komast að þeirri niðurstöðu að fólk sem gangi í strigaskóm sé yfir höfuð heimskara en fólk sem gengur í háum hælum
Kannski var prófið gert þannig að IE studdi það ekki og þeir sem notuðu þann vafra enduðu með glataða niðurstöðu...
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 3.8.2011 kl. 15:51
Þetta reyndist vera gabb.
http://mbl.is/frettir/taekni/2011/08/03/gabbfrett_um_ie/
Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.8.2011 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.