Sköllóttur eða hárfatlaður einstaklingur ...

Stjórnlagaráðið tekur á mörgum afskaplega þörfum málum, greinir ítarlega frá þeim en gleymir ýmsu enda er ég ekki í því. Nefna má sérstaklega eftirfarandi:

Orðið „skalli“ má ekki nota um hárlaust höfuð. Þegar vöntun er á hári skal framvegis tala um hárfötlun, mikla eða litla. Orðið „skalli“ er niðrandi merkin rétt eins og orðið „negri“ sem ekki lengur er notað um þeldökkt fólk.

Þegar t.d. er lýst er eftir manni og honum lýst sem „sköllóttum“ skal framvegis tala um hárfatlaðan mann. Að öðrum kosti skulu viðkomandi eiga yfir höfði sér („skalla“) sekt mikla og skal málið rannsakað af hárfötlunardeild lögreglustjóraembættisins.

Í samsettum orðum skyldi aldrei tala um mann sem „skallaskít“ heldur hárfatlafól. Heimilt á að vera að tala um jökulskalla þegar náttúru landsins er lýst en óheimilt að kalla einstakling slíku nafni. „Blettaskalli“ er óheimilt að nota, heldur skal segja „blettahárfötlun“, „hálfskalli“ skal vera hálfhárfatlaður einstaklingur ...

Úff, ég nenni ekki lengur að snúna svona út úr niðurstöðum stjórnlagaráðs. Þar er komin samsuða sem tekur á öllu og engu í miklu orðavaðli. Var eitthvað þannig að núgildandi stjórnarskrá sem drögin frá stjórnlagaráði eiga að bæta úr?


mbl.is Óheftur aðgangur að netinu verði tryggður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband