Kunnuglegur forleikur í Mýrdalsjökli

jar_skjalfti_1098888.jpg

Erfitt er fyrir leikmenn að spá í þær upplýsingar sem Veðurstofan þóknast að hleypa manni í. Sem fyrr eru jarðfræðingar eru þöglir sem gröfin. Gefa ekkert upp. Ástæðan er líklega sú að þeir eru eins og við hin, geta ekki spáð fram í tímann. Einnig finnst þeim verulega vont að þurfa að draga eitthvað til baka.

Hins vegar fer ekki hjá því að leikmaðurinn sjái einhver líkindi með gosinu í Eyjafjallajökli og þeim jarðskjálftum sem nú eru í Mýrdalsjökli. 

Efsta myndin var tekin af vefsíðu Veðurstofunnar 6. apríl 2010. þarna hafa orðið hressilegir jarðskjálftar í rótum 

110718_jar_skjalftar.jpg

Steinsholtsjökuls sem er skriðjökull í Eyjafjallajökli. Þar héldu allir að myndir verða eldgos enda voru jarðskjálftarnir flestir á þessum slóðum þangað til sprakk í gígnum þann 14. apríl.

Næsta mynd fyrir er af jarðskjálftavirkninni í Mýrdalsjökli síðustu daga. Nokkur munur er á þessum tveimur myndum. Sú síðarnefnda sannar að vísu ekkert því nauðsynlegt er að skoða það sem að baki liggur.

Við leikmenn látum það þó ekki slá okkur út af laginu. Við höldum því einfaldlega fram að síaukinn fjöldi jarðskjálfta sé aðdragandi eldgoss og innan mánaðar verði farið að gjósa haldi þessi þróun áfram.

Í alvöru talað væri gaman að sjá uppsafnaðan fjölda skjálfta í jöklinum, t.d. síðustu fjóra mánuði.

Dýpi skjálftanna segir til um kvikuhreyfingar. Hægt er að fylgjast með því hvernig skjálftar sem byrja djúpt grynnast en það bendir til kvikuhreyfingar.

oroi_hraun.jpg

Þá væri gaman að fá að vita eitthvað um gps mælingarnar en þær geta sýnt hreyfingar kvikunnar frá því djúp í jörðu og inn í jarðskorpuna.  Við það hliðrast jarðskorpan til og jafnvel lyftist.

Þá eru það óróamælingarnar. Þær mæla lágtíðnihljóð af ýmsu tagi úr iðrum jarðar. Jarðfræðingar ráða af þessum mælingum hvort kvika sé á hreyfingu.

Sé farið inn á vef Veðurstofunnar og litið á óróamælingarnar þá eru þær talsverðar og alls ekki hægt að segja að allt sé með kyrrum kjörum. Ekki heldur er hægt að fullyrða að allt sé á rennandi gosleið þó ýmislegt bendi til þess.

Til samanburðar eru hér tvær myndir af óróamælingum. Sú efri er frá Hrauni á Skaga. Þar virðist allt vera með kyrrum kjörum - að mestu. Hins vegar er myndin af óróamælingunum frá Goðabungu í Mýrdalsjökli allt önnur. Þar eru helv... læti. Dæmi svo hver fyrir sig um lífið í Mýrdalsjökli. 

oroi_go_abunga.jpg

Hér að ofan er samankominn heilmikill fróðleikur. Hann skiptist í gáfulegar upplýsingar, rugl og svo er talsvert um vitleysu.

Það er síðan verkefni lesandans að greina á milli. Þetta er nú eiginlega allt sem ég veit um eldgos.

Annars er best að vísa á vefsíðu Haraldar Sigurðssonar, jarðfræðings, http://vulkan.blog.is. Hann hefur þá náðargáfu að geta sagt frá fóknum jarðfræðilegum staðreyndum að auðskiljanlegan hátt.


mbl.is Skjálftahrina í Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þessir skjálftar í Kötlu eru allt annars eðlis en þeir sem urðu undir Eyjafjallajökli fyrir gosið.  Það voru djúpir skjálftar sem urðu smám saman grynnri sem bendir mjög ákveðið til kvikuinnskots.   Aðstæður í Kötlu eru allt öðruvísi því þar eru kvikuhólf sem er ekki til staðar í Eyjafjallajökli.   Skjálftarnir í Kötlu eru flestir mjög grunnir en þó ekki endilega beinlínis af völdum kvikuhreyfinga enda yfirleitt ekki lágtíðniskjálftar.  Svona hrinur eins nú í Kötlu eru mjög algengar einkum síðla sumars og á haustin og tengis á einhvern hátt jökulbráðnun s.s. árstíðabundin sveifla- reyndar verða langflest gos í Kötlu að hausti til sem getur skýrst af þessu sama atriði.  

Mér finnst reyndar mælingar veðurstofunnar stundum furðu ónákvæmar.  Í nótt varð skálfti upp á 3.8 skv. sjálfvirkum mæli en var svo færður niður í 2,6.  Skjálfti að stærð 3,8 er um 15 sinnum öflugri en skjálfti upp á 2,6 svo eitthvað er bogið við þessar mælingar.   Þú talar um gps mælingar, ég veit ekki betur en þær sé að finna hér http://hraun.vedur.is/ja/gps.html   - Varðandi óróann þá hefur maður nú ekki séð neinar hreyfingar nema rétt í kringum hlaupin tvö í síðustu viku.

Óskar, 18.7.2011 kl. 11:22

2 Smámynd: Óskar

p.s. ég sé reyndar núna að það er búið að uppfæra skjálftann aftur upp í 3.8.  Þetta eru undarlegar tilfæringar og þarfnast skýringa.

Óskar, 18.7.2011 kl. 11:41

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sjáðu bloggið hjá Ívari Pálssyni, http://astromix.blog.is. hann hefur talsverðar athugasemdir á Veðurstofuna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.7.2011 kl. 12:16

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óskar, Í tilfelli Kötlu þá er ekki um að ræða kviku sem er komin djúpt að. Eins og var raunin með Eyjafjallajökull.

Kvikuhólfið í Kötlu er tiltölulega grunnt, talið vera á 3 til 5 km dýpi og í það hefur verið að safnast kvika núna í mörg ár.

Þannig að kvikan er til staðar og það þurfa ekki að koma fram jarðskjálftar sem grynnka mikið þegar eldgos hefst.

Þarna mun hinsvegar verða mikil jarðskjálftavirkni þegar það byrjar að gjósa. Hvenar sem það verður.

Það eru einhver tölvuvandræði á vef Veðurstofu Íslands. Þeir eru víst að flytja vélbúnað á milli húsa samkvæmt frétt mbl.is.

Jón Frímann Jónsson, 18.7.2011 kl. 16:51

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Maður er kannski alltof fljótur að búa til háalvarlegar samsæriskenningarjarðfræðinga þegar veðurstofuvefurinn fellur niður. Illa farið með góðar kenningar þegar liðið er bara að flytja borðtölvuna á milli húsa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.7.2011 kl. 18:33

6 Smámynd: Óskar

Jón Frímann, þetta er nú bara akkúrat það sem ég var að segja með ólíkar aðstæður í þessum eldfjöllum.  Þessvegna er varla hægt að bera saman það sem gerðist i undanfara Eyjafjallajökulsgossins og það sem nú er að gerast í Kötlu.  -- Einnig hefur Katla í gegnum árin verið miklu virkari hvað jarðskjálfta varðar en Eyjafjallajökull og svona hrinur eru hreint ekki óalgengar þar á bæ.  Held að menn séu kanski  óþarflega tens núna útaf hlaupinu um daginn.   Etv. er orðið stutt í gosið en miðað við söguna þá mundi ég telja að september og október mánuðir væri líklegri en hásumarið.  Hér er listi yfir hvenæar gos hefjast í Kötlu frá 16.öld

  • 1580   11.ágúst
  • 1612   12.október
  • 1625     2.september
  • 1660     3.nóvember
  • 1721   17.maí
  • 1755   17.október
  • 1823   26.júní
  • 1860     8.maí
  • 1918    12.október
Þarna úr bókinni Saga Kötluelda eftir Werner Schutzbach sést athyglisverður trend, af þessum 9 gosum eru engin sem hefjast frá desember- april! Þrjú hefjast snemma sumars en öll hin frá ágúst til nóvember.  Miðað við hitann í Kötlu núna þá er hún nokkuð líkleg í haust en þetta gæti líka koðnað niður og sjálfsagt meiri líkur á því.

Óskar, 18.7.2011 kl. 19:58

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vonum bara að Katla fari ekki að gjósa fyrr en eftir að heybirgðir og sauðfé er komið í hús. Útfrá reynslunni mun allt nötra og skjálfa í jarðskjálftum fyrir gos og þeir munu ekki fram hjá neinum í þar í grennd.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.7.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband