Þingmaðurinn Björn Valur er ósannindamaður

Lygi er alltaf til óþurftar og þeir sem bregða henni fyrir sér eru ómerkingar og í mörgum tilfellum slæmt fólk. Ég veit ekki með alþingismann sem heitir Björn Valur Gíslason. Hann er í það minnst ómerkilegur jafnvel illa innrættur því hann fer blákalt með ósannindi. 

Á bloggi sínu segir ræðir hann um söluna á Byr sem fjármálaræðaherra fyrir hönd ríkissjóðs seldi Íslandsbanka. Menn hafa átalið ráðherrann og ríkisstjórnina fyrir að gefa ekki upp söluverðið:

Meðalgáfaður fréttamaður ætti að gera sér grein fyrir því að útgjöld eða tekjur ríkisins eru opinber og ómögulegt að halda leyndu jafnvel þó svo að menn reyndu hvað þeir gætu í því. Menn komust reyndar ansi nálægt því við einkavinavæðingu bankanna á sínum tíma þegar allskonar söluverð var skáldað upp sem á endanum var aldrei greitt (a.m.k. hvað Landsbankann varðar) og hefði auðvitað átt að skila sér í reikningum ríkisins en gerði hinsvegar aldrei.

Auðvitað er söluverðið opinbert og um það verður upplýst þegar salan er endanlega gengin í gegn. Söluverðið mun koma fram í ríkisreikningi ársins eins og vera ber. Nema hvað? Hvaða ástæða ætti annars að vera fyrir því að halda söluverðinu leyndu? 

Hann reynir að þyrla upp einhvers konar moldvirðri um sölu bankanna á sínum tíma í þeirri von að vandræðagangurinn vegna Byrs falli í skuggann. Þetta er svo sem allt í lagi en verra er að hann segir blákalt rangt frá.

Björn ætti að lesa skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingar banaka og fyrirtækja, en sú skýrsla var gerð að beiðni þingmanna Vinstri grænna og kom út í desember 2003. Í henni segir m.a.:

Fjöldi hluthafa í Landsbanka Íslands hf. var 13.714 í lok september 2003. Eftir að Samson eignarhaldsfélag ehf. hefur greitt lokagreiðslu skv. samningnum við ríkið verður eignarhlutur þess 41,8%. Fjórir stærstu eigendurnir eiga 51,4% eignarhlut í bankanum og tíu stærstu 61,2%.

Eftir að ríkið hætti afskiptum af Landsbankanum hefur virði hans aukist verulega og bankinn er orðinn sterkari og samkeppnishæfari en áður var.

Enginn ágreiningur var um skýrslu Ríkisendurskoðunar og var hún þó mjög gagnrýnin á ýmislegt í framkvæmd sölu ríkisfyrirtækja. Í heildina var sala og söluferill talinn viðunandi.

Ríkissjóður fékk allar greiðslur fyrir Landsbankann. Útilokað er að halda öðru fram og staðhæfing Björn er einfaldlega lygi, öðruvísi er eki hægt að orða það. Söluverðið var strax gefið upp ólíkt því sem gerist við núverandi einkavæðingu Brims. Ekki nokkur ástæða er til að halda söluverðinu leyndu og hefði ríkisstjórn vegum Sjáflstæðisflokksins gert slíkt hefði VG risið upp á afturlappirnar og froðufellt af vandlætingu. 

Hins vegar er ástæða til að taka undir Birni Vali Gíslasyni þegar hann spyr um söluna á Byr: „Hvaða ástæða ætti annars að vera fyrir því að halda söluverðinu leyndu?“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverður pistill hjá þér, Sigurður! Þakka þér.

Ég hef, í tilefni af ýmsu sem streymt hefur frá pólitíkusum alllengi, verið að hugsa um, að stofna þurfi til e.k. lygaratals, sem þeir einir fá að teljast með, sem staðnir hafa verið að opinberum lygum sem stjórnmálamenn og gerð grein fyrir hverjum og einum lygum þeirra.

Gæti það ekki orðið býsna áhugaverður gagnabanki – eða bók?

Myndi kannski slá í gegn í næsta jólabókaflóði?

Eflaust var 110 ára þagnarreglunni ekki ætlað að hjálpa til að upplýsa endanlega um það, sem í slíka bók ætti erindi.

Jón Valur Jensson, 15.7.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Dexter Morgan

Íhaldið, íhaldið, alltaf sama sagan með ykkur...

Dexter Morgan, 16.7.2011 kl. 00:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enga oftúlkun orða minna!

Ekki var ég að tala um né verja neitt íhald.

Jón Valur Jensson, 16.7.2011 kl. 02:26

4 identicon

Sæll Sigurður

Góður pistill að venju hjá þér en gooklaði smá á heimasíðu þingmannsins úr því að hann sem fjárlaganefndarmaður upplýsti þjóðina hvað hafi staðið að baki þeirri ákvörðun og bjarga Sjóvá sem nú hefur aftur verið selt og skattgreiðendur fá reikninginn

Hvaða heimildir og almannaþága lágu þar að baki því því hefur ekki enn verið svarað í þiungsölum.

Hann hefur ekki  enn svarað blaðagrein náins ættingja í fjölmiðli þar sem hann lýsti væntanlegum þingmanni BVG sem siðlausum og upplýsti um veð í húsnæði náins ættingja með 5 manna fjölskyldu vegna kvótakaupa .Lánið féll og húseigandinn missti það á uppboði og fjölskyldan á götunni.

Mörg ár hafa liðið stóð í greininni og nefndur BVG hafði aldrei samband við ættingja sýna né hefur hann greitt krónu af umræddu láni en maðurinn er vatnsheldur   fyrir allt og öllu.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband