Bréf Kalla til Tóna

Kæri Tóni,

Vér teljum að breska krúnan geti ekki setið hjá og horft á. Vér þurfum að tjá oss um erfðabreytt matvæli. Þau eru ómöguleg. Erfitt að elda á gasi, að minnsta kosti segja matreiðslumenn vorir það. Auk þess eru þau þannig hönnuð að þau festast í tönnum. Eigi gengur að vér þurfum hálfan daginn að ganga með lager af mat í munni. Hann kann að fúlna og þá er skammt í andremmu.

Bið yður lengstra orða að banna erfðabreytt matvæli af þessum sökum. Þér getið ef þér viljið borið oss fyrir heilbrigðum rökum.

Refaveiðar eru af hinu góða, munið það kæri forsætisráðherra. Svo góðar eru þær að vér munum stunda þær um næstu árhundruð á því landi sem sannarlega er vor eign. Þér megið alls ekki leyfa ráðherrum yðar að leggja fram bann við veiðum með refum, þær eru hluti af menningu vorri, nauðsynlegt áhugamál og íþrótt fyrir aðalinn. Hvað ætti hann sosum að gefa ef ekki væru refaveiðar?

Þetta legg ég fyrir yður, kæri forsætisráðherra.

Hin konunglega tign, Kalli (verðandi kóngur) 


mbl.is Blair var pirraður á Karli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband