Illskiljanlegt forsætisráðuneyti

Nú þykist forsætisráðherra vera í svo miklum önnum um hábjargræðistímann að hafa ekki tíma til að taka á móti forsætisráðherra hins ríkisins. Mætti halda að konan stæði út á túni og rakaði eftir skattasláttumanninum slynga.

Auðvitað er mikið að gera hjá Jóhönnu, svo mikið að hún lætur ráðgjafa sinn í utanríkismálum malbika einhverja skýringu á ógestrisni sinni. Ráðgjafinn er slyngur með pennann og heiðskíra hugsun:

Það er ekki rétt að tiltekin dagsetning í júlí hafi verið endanlega ákveðin en það var vissulega til alvarlegrar skoðunar um tíma. Ekki er heldur rétt að horfið hafi verið frá þeirri dagsetningu að ósk forsætisráðherra. Ég ítreka síðan að það hafa verið reifaðar hugmyndir milli ríkjanna um heimsóknir á þessu ári eða því næsta vegna tímamótanna við 40 ára stjórnmálasamband, enda liggur fyrir boð frá íslenskum stjórnvöldum frá árinu 2006 og samskipti eftir diplómatískum leiðum til að ákveða hugsanlegan tíma heimsóknar munu halda áfram. Slík samskipti fara ávallt fram í trúnaði milli ríkja.

Þetta segir ráðgjafi forsætisráðherra í tölvupósti til Morgunblaðsins. Ég verð að segja eins og er að þetta er algjörlega óskiljanleg og sannkallað stofnanamál. Er fólki algjörlega fyrirmunað að segja satt og rétt frá?

Ráðgjafinn fer þarna undan í flæmingi. Hann veit að málið lítur illa út og í stað þess að viðurkenna það (veit að þeir í kínverska sendiráðinu lesa fjölmiðla) raðar hún saman orðum svo úr verður merkingarleysa.

Að sjálfsögðu hefði átt að taka með fögnuði ósk kínverska forsætisráðherrans um heimsókn. Það hefði vakið athygli í fjölmiðlum heims. Evrópusambandið hefði tekið eftir því og lagt réttan skilning í fréttirnar, þess efnis að Ísland sé sjálfstætt ríki með sína eigin utanríkisstefnu. Það skyldi þó ekki vera að ríkisstjórnin vilji ekki trufla umsóknarviðræðurnar við ESB með því að taka á móti forsætisráðherra Kína. Og alls ekki gefa til kynna að utanríkisstefnun okkar getum við framfylgt án aðstoðar. 

 


mbl.is Annir hjá forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Við eigum EKKI að taka fagnandi á móti mannréttinda-síbrotamönnum. Valdamenn og þjóðhöfðingjar sem þrælpína sína þjóð eiga ekki að vera velkomnir þegar þeim dettur í hug að mæta. En Jóhanna og co; eiga bara að segja hlutina eins og þeir eru, enda erum við ekkert upp á Kínverja kominn á einn eða neinn hátt.

Dexter Morgan, 2.7.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þar hittir vel á vondann (og þá meina ég Jóhönnu)

KOmmúnismi frá stærsta komma-landi í heimi vill koma til íslands til að kynna sér mannréttindabrot Helferðarstjórnarinnar sem eru svo ótrúlega fráráðnleg að meira að segja Kína-kommar trúa ekkis´num egin eyrum.

Óskar Guðmundsson, 2.7.2011 kl. 15:26

3 Smámynd: kallpungur

Það veldur mér alltaf verulegum áhyggjum þegar ég frétti að þetta fólk sem situr þessa dagana í ráðherra/ráðherfustólunum sé önnum kafið. Maður sér fyrir sér hver axarskaftið á fætur öðru renna af færiböndum ríkistjórnarverkstæðisins. Helst ættu pólitíkusar að vinna sem minnst. Því minna sem þeir gera því betra fyrir almenna borgara. Það setur að manni hroll þegar maður les svona fyrirsagnir í fréttamiðlunum.

kallpungur, 3.7.2011 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband