Borgarstjórinn birtist aðeins á gleðistundum
1.7.2011 | 12:53
Borgarstjórinn í Reykjavík er víst þannig gerður að þegar er tilefni til fagnaðar mætir hann á staðinn með ræðu sem aðstoðarmaðurinn hefur ritað á tölvu og prentað út á laiser prentara. En það eru ekki alltaf jólin. Þegar slæmar fréttir eru af borgarrekstrinum er borgarstjórinn víðsfjarri.
Eflaust er ekkert við þessu að gera. Hann hefur sjálfur sagt að hann geri það sem hann kann best. Hefur nýlega lært að í einum milljarði eru ekki bara eitt hundrað milljónir heldur þúsund. Og debet og kredit hefur flækst fyrir fleiri borgarstjórum. Borgarstjóri err listans sáluga sagðist ekkert skilja í bókhaldi. Hann kann ekkert heldur á fiskveiðar í ám og fékk sér aðstoðarmann í að víga Elliðaárnar. Það verkefni flokkast þó sem fagnaður en ekki rekstrarleg leiðindi. Uppskar hann því aðdáun þeirra sem ekki þekktu hann fyrir að hafa ekki nennt að veiða.
Ný hús í miðborginni eru fagnaðarefni jafnvel þó þau séu eftirlíking af húsum sem aldrei hafa aldrei staðið þarna. Engu að síður eru þau falleg. Kristinssyni borgarstjóra til sóma að mega vígja þau.
Líf færist í húsin á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.