Lyginni líkast hvað hægt er að gera

Ríkisendurskoðun tekur fram í skýrslu sinni að hún hafi ekki ástæðu til að ætla að upplýsingum hafi vísvitandi verið leynt í svari forsætisráðherra. Skýringarnar liggi að hluta í mistökum forsætisráðuneytisins og að svörin hafi ekki verið nægilega samræmd. [mbl.is]

Að sjálfsögðu verður Ríkisendurskoðun að taka þetta fram enda líklegast ekkert sem bendir til annars en að þetta séu saklaus mistök.

Þá ber að hafa í huga einbeittur vilji forsætisráðherra og ríkisstjórnar í fjölmörgum málum þar sem reynt er að fela upplýsingar. Enginn ber brigður á þekkingu forsætisráðherrans á stjórnkerfinu. Þar hefur hún verið ein af aðal silkihúfunum síðustu áratugi, með hléum, að vísu. Hún og meðreiðarsveinar hennar kunna sitt fag. Svo vel er hún að sér í því að hún hélt að hún kæmist upp með að ráða alfarið skipun í skrifstofustjóraembætti eigin ráðuneytis. Hún komst upp með að fela hluta launagreiðslna Seðlabankastjóra svo hægt væri að segja að hann væri með lægri laun en hún sjálf.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur langa reynslu í stjórnkerfinu og veit hvað getur truflaðþingið og þjóðina. Það er sko lyginni líkast hvað hægt er að gera.

 


mbl.is Vinnubrögð gagnrýnd harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mér finnst tími á að hún komi sér tafarlaust frá og taki Ríkisstjórnina sína með sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2011 kl. 13:36

2 Smámynd: Dexter Morgan

Ríkisendurskoðun er að verða eins og restin af þessi gerspillta dómskerfi á íslandi s.br. sýknu Exeter manna í gær.

Allir vissu og viðurkenndu að ólöglega hefði verið farið að, menn vanhæfir og s. fr. EN, ekki ástæða til að sakfella. HVAÐ er í gangi hérna eiginlega.

Dexter Morgan, 30.6.2011 kl. 14:28

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Dexter Morgan: Það sem er í gangi, er að vinstri Mafían ræður ríkjum hér: Enda allt farið úr böndunum hér á landi, og allir sem vettlingi geta valdið fara úr landi!Hér verður ekkert eftir nema sveltandi gamalmenni!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.6.2011 kl. 16:54

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er ömurleg staðreind sem Sigurður er að segja!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.6.2011 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband