Vegið að mannorði með PR herferð

Það er einstakt að saksóknari opni vefsíðu þar sem hann viðrar gögn gagnvart ákærðum manni. Þannig gera þeir einir sem standa í áróðurs- og hatursherferð og vilja ná fá almenning í lið með sér. Má búast við því að saksóknari birti öll sín gögn á þessari vefsíðu þar sem hann einhliða reynir að eyðileggja mannorð hins ákærða. Í þessu sambandi verður að muna að ekki eru öll gögn sem saksóknari leggur fram þess eðlis að þau verði til að ná fram sakfellingu. Eðli mál samkvæmt mun fjölda þeirra verða vísað frá með þeim rökstuðningin að þau skipti engu fyrir málssóknina. Eða mun verjandi fá pláss á vefsíðunni til að skýra út sjónarmið verjanda. 

Þá eru nú málaflækjur orðnar um allt frábrugðnar þeim sem hingað til afa tíðkast hér á landi. 

PR herferð saksóknara er greinilega ætlað að dreifa athygli almennings og ná fram samúð með málssókninni og andúð gegn fyrrverandi forsætisráðherra sem Alþingi ákvað með meirihluta pólitískra andstæðinga hans að ákæra fyrir landsdómi. Og í þokkabót er síðan líka á ensku.

Ákæruvaldið á að vinna vinnu sína en ekki bera hana á torg. Nóg er sam á einn mann lagt að sækja hann til saka fyrir Landsdómi. Nú er ætlunin að eyðilegga mannorð manns áður en dómur gengur.

Á vefnum er látið sem ekkert hafi í skorist. Engin tilraun gerð til að skýra út fyrir almenningi hvers vegna að hálft ár leið frá því að saksóknari gaf út ákæru. Engin skýring er heldur á því að framlengja þurfti kjörtíma landsdóms. Engin skýring er heldur á því hvers vegna ákæran er því sem næst samhljóða niðurstöðum Atlanefndarinnar. Engin skýring er á því hvað saksóknari hafi verið að gera frá því hann var skipaður. Eina sem uppúr stendur er að hann hefur opnað heimasíðu.


mbl.is Opnar vefsíðu um mál Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Má þá búast við að Óli "sérstaki" fari að opna svipaða síðu?

Það er ljóst, þar sem saksóknari Alþingis er einnig ríkissaksóknari, að slík síða verður opnuð þar líka. Þá má maður búast við að um verði fjallað á þeirri síðu, ef einhver neitar að borga stöðumælasekt og málið fer fyrir dóm.

Það hlýtur að orka tvímælis hvort þessi síða saksóknara Alþingis standist lög, eða á ríkisstjórnin kannski bara eftir að setja þau lög?

Gunnar Heiðarsson, 2.6.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er ekki farið með veggjum eða ályktað. Hér eru ákæruvaldinu gefin fyrirmæli:

"Ákæruvaldið á að vinna vinnu sína en ekki bera hana á torg."

Það er reyndar ekki einkamál Sigurðar Sigurðssonar né Geirs H. Haarde þegar fjármálakerfi þjóðarinnar rústast og þúsundir fjölskyldna tapa eignum sínum undir stjórn þess síðarnefnda.

Sem svaraði aðspurður með hroka fáum vikum fyrir hrunið hvað hann hygðist gera:

"Ekki neitt."

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 12:50

3 Smámynd: Sandy

Allt í lagi, Geir bíður bara síns tíma, hef ekki miklar áhyggjur af honum, hann spjarar sig. Stóra spurningin er í mínum huga hvers vegna bankamálaráðherra hefur ekki verið sakfelldur,maðurinn leyfir sér að starfa á þingi og þiggja af okkur laun. Það mætti tala um áframhaldandi vinnu fyrir landsdóm og kannski við fjöllum um væntanlegar kærur.

Sandy, 2.6.2011 kl. 13:18

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú hefur rétt fyrir þér Árni. Um það fjallar pistillinn ekki. Spurningin er þessi: Hvers vegna ekki eru settar upp vefsíður um hvern og einn þann einstakling sem ætla megi að hafi átt þátt í hruninu og sæta ákæru vegna þess? Svarið er einfalt: Vefsíða sem beint er að einum nafngreindum einstaklingi er ekki hluti af dómskerfinu og allra síst hlutverk saksóknara.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.6.2011 kl. 14:33

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ákæran á Geir Haarde er auðvitað ástæða þessarar vefsíðu. Það er einsdæmi að ákært sé fyrir afglöp af þessum toga og því er málið sett í þennan farveg athyglinnar.

Fyrstur manna skal ég taka undir það að fráleitt sé að ákæra hann einan. Hann varð bara fyrir því óláni að ekki urðu nægilega margir sammála um að forða honum en fórna öðrum. Þessi umræða og atkvæðagreiðslan sem á eftir fylgdi á Alþingi er eitt af mörgum dæmum um það hversu aumkunarverðir stjórnmálamenn okkar eru hvað varðar pólitískt siðferði og pólitískan kjark.

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 16:25

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Þetta mál er skandall hvernig sem á það er litið.  Annað hvort hefði átt að draga alla xD og xS ráðherrana fyrir dóm eða engann.

Það sem mér finnst vannta á þessa síðu er upptalning á þeim alþingismönnum sem samþykktu þessa ákæru á hendur Geir. 

Helst með myndum af viðkomandi.

Jón Á Grétarsson, 2.6.2011 kl. 21:51

7 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Ég sendi þessa fyrirspurn á sakal@sakal.is

Kæri saksóknari

Það sem mér finnst vannta sárlega á þennan vef er hvaða alþingismenn samþykktu ákæru á hendur Geir Haarde.

Helst með myndum.

Það myndi líka sýna fyrir hvern þú ert að vinna.

Bk, Jón Á Grétarsson

 Mér finnst þessar upplýsingar eigi að liggja á þessum vef.

Jón Á Grétarsson, 2.6.2011 kl. 23:08

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð hugmynd og frábært framtak. Algjörlega sammála þér. Bíð spenntur eftir svarinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.6.2011 kl. 23:12

9 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Ekkert svar, svo ég sendi aftur með cc: á mbl og dv

Jón Á Grétarsson, 3.6.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband