Skortur á baktjaldamakki
25.5.2011 | 21:00
Björn Bjarnason er rökfastur stjórnmálamaður. Hann er heiðarlegur og falslaus. Einna merkilegast fannst mér eftirfarandi sem ég fann á heimasíðu hans í tilefni útgáfu bókarinnar. Hann hafði leitað til útgefanda en verið hafnað:
Þegar handritinu var hafnað í lok ágúst 2010 sagði útgefandinn að hann hefði ekki áhuga af því að þar birtist ekki neitt um Baugsmálið sem gerðist á bakvið tjöldin. Ég hef oft velt þessum orðum fyrir mér, þau drógu athygli mína að því að enn teldu menn að eitthvert leynimakk hefði verið í kringum Baugsmálið af hálfu stjórnvalda. Ég get ekki sagt frá neinu í bók minni sem gerðist á bakvið tjöldin og lýtur að Baugsmálinu, því að mér er ekki kunnugt um neitt slíkt.
Bók mín er reist á opinberum heimildum. Gildi hennar felst í því að þessar heimildir eru dregnar saman á einn stað og þá blasir við mynd af einstæðum stjórnmála-, viðskipta- og fjölmiðlaátökum vegna ákæru gegn ráðandi mönnum í viðskipta- og fjármálalífinu. Staðreyndum er raðað saman og dregnar ályktanir.
Það væri nú munur ef aðrir stjórnmálamenn væru jafn hreinskilnir.
Bjarni tæki við af Birni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir með þér. Björn Bjarna hefur aldrei svo mér sé kunnugt tekið þátt í leiknum sem svo margir stjórnmálamenn taka þátt í að reyna að vera vinsælasta stelpan í hópnum, með loforðaskjóður undir hendinni sem svo enginn fótur er fyrir þegar að á reynir.
Mér hefur fundist hann segja hlutina eins og þeir eru og ekkert reynt að fegra þá til að ganga í augun á fólki. Fyrir þetta virði ég hann og tek undir með þér að það væri nú munur að allir væru jafn heiðarlegir og hann.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:18
Björn Bjarnason hefu alla tíð verið hreinn í því sem hann tekur sér fyrir hendur,það getum við ekki sagt um stórann hóp þingmanna sem sitja nú á þingi í öllum flokkum. Ég virði Björn Bjarnason fyrir hans verk í Ráðherrastóli,hhann vildi og vill halda við það sem rétt er. Baugsmiðlar og Samfylkingin vilja ata hann aur því það kompaný hefu aldrei þvolað sannleikann..Bölvað PAKK....
Vilhjálmur Stefánsson, 25.5.2011 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.