Öskufall í Öræfum

lomagnupur_kl_21_203.jpgAska fellur nú á þjóðveginn á Skeiðarársandi. Þetta má glögglega sjá á vefmyndavél Vegagerðarinnar við Lómagnúp. Raunar er myndavélin í miðjum öskumekkinum því sjá má að aska fellur hvort heldur horft er í átt til Öræfajökuls eða í vestur.

Gæti sem best trúað að þarna sé nokkuð hvasst. Á myndinni sem fylgir fréttinni sést að gosmekkinum hallar í suður og þar með fellur askan meðal annars á Öræfajökul þar sem fjöldi fólks var að ganga á Hvannadalshnúk í daga og síðustu daga. Líklega  verður varhugavert að ferðast á hnúkinn ef aska fellur þar í miklum mæli.

Viðbót: Greinilegt er að öskufallið hefur aukist en það má sem best sjá á meðfylgjandi mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. 

lomagnupur_kl_2146.jpg

Þarna er lögreglubíll sem hefur lokað veginum í austur. Mökkurinn er sem veggur við hann og ekki frýnilegt að halda áfram ferð í þessa átt.


mbl.is Gosið i heimsfréttunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband