Mökkurinn hærri en 2004

ve_ursja.jpgÖskumökkurinn úr gosstöðinni í Grímsvötnum er nú kominn í um 18.000 m hæð ef marka má veðurradarinn á Veðurstofu Íslands. Samkvæmt honum fellur mökkurinn til austsuðausturs og stefnir á Höfn.

Miðað við hæð makkarins virðist gosið vera mun meira en árið 2004 en þá náði hann á fyrsta sólarhing „aðeins“ upp í um 4.000 metra. 

Hins vegar hef ég ekki hugmynd um hvort þetta er einhver mælikvarði á stærð gossins. 

 


mbl.is Aska farin að falla í byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ein af þumalputtareglunum til að slumpa á það.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2011 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband