Engin verðmætasköpun, enginn hagvöxtur

Þetta er nákvæmlega það sem flestir hafa verið að segja undanfarin misseri, allir nema ríkisstjórnin. Hún telur okkur trú um að það sé allt í góðu hér á landi svo fremi sem ríkissjóður fái sitt. Skattar eru hækkaðir, og fólk dregur úr akstri, gjöld eru hækkuð og fólk sparar við sig. Minna kemur í kassann. Samdráttur verður vegna þess að fólk hugsar meir um sig og sína en stöðu ríkissjóðs.

Sú hagfræðikenning gengur ekki upp að hægt sé að reka ríkissjóð án þess að verðmætaaukning verði í landinu. 

Verðmætasköpun skipti öllu en ríkisstjórnin veit ekki af því. 


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Og af hverju er talað um endurreisnarárin 2010-2013 eins og eindurreisn muni eiga sér stað? Hvað ef þessi ár eru stórfelld hnignun? Eða er endurreisnartalið óskhyggja?

Ólafur Þórðarson, 6.5.2011 kl. 16:07

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður engin "endurreisn" í merkingu þessa orðs fyrr en *kannski* í fyrsta lagi eftir 2012.

Kannski.

Annars er voða erfitt að fokka upp jafn kyrfilega og búið er.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2011 kl. 16:57

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Sigurður, það versta er að stefna Ríkisstjórnarinnar er enn þá í þveröfuga átt og ekkert bendir til þess að í kortunum sé breyting á raunverulegum hagvexti, það verður að rífa upp framleiðslu og virkja fóklið í landinu, allt er búið að byggjast upp á því að lama niður, draga kraftinn úr fólki með bulli og þvælu...

Það á að stoppa þessa ESB umsókn tafarlaust vegna þess að hún er að kosta pening og alveg ljóst að meiri hluti Íslendinga vill ekki sjá að fara þar inn.

Það á að  boða til Þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við Íslendingar viljum halda þessu ESB aðildarferli áfram eða ekki, vegna þess að ef það verður ofan á að meirihluti vilji ekki þá er hægt að gera þetta allt öðruvísi og auðveldara þar sem við þurfum ekki að hugsa um aðra en okkur...

Veffari það er allt á niðurleið, það hefur orðið algjör brestur hjá þessari blessuðu Norrænu velferðar-Ríkisstjórn í að hugsa um okkar hag, það eina sem hefur verið unnið í hjá Ríkisstjórninni er þessi blessaða ESB umsókn og hefur virkilega verið lagt allt í hana eins og einnig á við með að troða Icesave á okkar herðar til greiðslu, og allir vita hvernig þaðhefur gengið...

Það verður að fara forgangsraða rétt og fyrsta skrefið í þá átt er að hafa ákveðna stefnu...

Þess vegna segi ég að það sem á að gera núna er að fá það á hreint hvort meirihluti þjóðarinnar er hlyntur ESB eða ekki.... Þegar það liggur fyrir þá er hægt að taka ákvörðun með næstu skref, það liggja nefnilega ekki eins lífsskilyrði okkar og ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.5.2011 kl. 17:11

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Miðað við óbreytta stefnu verða engin endurreisnarár á næstunni. Það veit hver maður, nema ríkisstjórnin. Verkefni ríkisstjórnar ættu að vera að hvetja til verðmætasköpunar, en það verður allra síst gert með skattlagningu.

Við erum nú bara 300 þúsund mann þjóð. Það geta ekki verið nein geimvísindi að koma hagkerfinu hér í gang og láta það skapa meiri verðmæti. Það er jafnvel hægt með því að nota það sem fyrir er, engar nýjar fjárfestingar.

Menn sjá það nú að tillaga Sjálfstæðisflokksins um tvennar kosningar um ESB voru skynsamar. Þá hefði verið kosið um það hvort leggja ætti inn umsókn. Þjóðin hefði hafnað því og þar með hefði ríkissjóður getað sparað stórfé. Hefði þjóðin samþykkt aðildarviðræður þá hefðu niðurstöðvar þeirra verið lagðar fyrir þjóðina að þeim loknum.

Nú erum við hins vegar í ferli sem aðeins á að halda ríkisstjórninni saman, þjóðin er óánægð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.5.2011 kl. 18:50

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ingibjörg

ESB umsóknin kemur þessu ekkert við. Kreppan er að dýpka útaf örðum ástæðum. T.d með því að VG er að halda atvinnulífinu í gíslingu.

Það er forgangsmál nr eitt..... að koma atvinnulífinu af stað.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2011 kl. 21:25

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki Sambandsríkið Ísland, Noregur, Skotland, Færeyjar og Grænland bara lausnin fyrir okkur, Sigurður...?

Ómar Bjarki Smárason, 7.5.2011 kl. 01:38

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn ESB umsóknin hefur allt með stefnu Ríkisstjórnarinnar að gera og hefur verið forgangsverkefni fram yfir allt annað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.5.2011 kl. 08:28

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

ESB umsóknin er til vandræða í stjórnkerfinu og á Alþingi. Við höfum ekki efni á að dreifa kröftum okkar á þennan hátt. Stór hluti stjórnkerfisins er undirlagðu vegna þessa og þar vinna aðeins rúmlea 1000 manns. Það þýðir ekki að halda því fram að við séu stærri og fjölmennari en við erum.

Nei, Ómar Bjarki. Sambandsríki verður aldrei lausn fyrir Ísland, hvorki í stærra samhengi né minna. Það get ég ómöuglega sé. Færeyingar og Grænlendingar ættu að geta stjórnað sínum ríkjum sjálfir rétt eins og við.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.5.2011 kl. 09:16

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ingibjörg

Hvaða stefnu ert þú að tala um?  Skattpíninguna?  Hækkun á gjöldum t.d bensín og áfengisgjald.    ESB gagnrýndi að áfengisgjöldin væru alltof há á Íslandi...  þannig að ekki samræmist skattastefnan ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2011 kl. 15:03

10 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta lagast ekki fyrr en búið er að moka út þessu vanhæfa fólki sem nú er við stjórnvölinn, eins og Ólafur Ísleifsson sagði í morgunn þætti á Bylgjunni í s.l. viku sem var svo endurtekið núna í morgunn.

Mjög fróðlegt spjall hans og nafna hans sem ég náði ekki hver var.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.5.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband