Heiðurslistamaður og þingmaður tapar á geðillsku sinni

Árangur í nefndarstarfi byggist á tvennu, málefnanlegri umræða og sæmilegu trausti á milli fólks. Hið síðarnefnda þarf ekki endilega að þýða annað en að fólk vinni þokkalega saman til þeirra verka sem því er trúað fyrir.

Greinilegt er að Þráinn Bertilsson getur ekki í Þingvallanefnd unnið með fólki sem hann kallar „fasistapakk“. Þar með á hann að víkja úr nefndinni.

Hvað heldur fólk eiginlega að Þingvallanefnd sé að gera? Fjalla um ríkisleyndarmál eða byggja leynilega geimrannsóknarstöð ...?

Nei, Þingvallanefnd sér um nokkra fermetra sem kallaðir eru þjóðgarður. Hversu flókið er það starf? Svar: Afskaplega einfalt nema einhver reyni að flækja það.

Síðan Þráinn Bertelsson kom á þing hafa óstjórnleg leiðindi umlukið hann og þá flokka sem hann hefur kosið að starfa með. Hann hefur orðið vís að því að tómu bulli eins og þegar hann hélt því fram að ríkisstjórnin ætti að segja af sér myndi meirihluti þjóðarinnar vera á móti Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði hann að vísu þegar hann hélt að stefna ríkisstjórnarinnar ætti einhvern hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Á daginn koma að svo var ekki í þessu máli frekar en öðrum.

Í ljósi þessa er kominn tími til að heiðurslistamaður Alþingis og þingmaður Alþingis brúki til góðra verka þann kraft sem áreiðanlega í honum býr en rífi ekki kjaft. Hann tapar alltaf á eigin geðillsku.


mbl.is Óstarfhæf nefnd án afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þráinn er einhver vitlausasti og óhæfasti maður á alþingi fyrr og síðar fyrir utan það að vera svikari gagnvart þeim sem voru svo vitlausir að kjósa hann á þing. Hann gæti ekki einu sinni nýst sem hundahreinsunarmaður, hvað þá annað.

corvus corax, 9.5.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband