Þvílík leikrit, þvílíkur vitleysisgangur ...
4.5.2011 | 15:27
Þetta var þá sama gamla leikritið. Öll lætin, allir gömlu frasarnir og allar hótanirnar. Ekkert að marka þetta. Menn móðgast sitt á hvað, vísa kröfum til sáttasemjara, heimta eitthvað frá ríkisstjórninni, lenda í þrasi.
Og ríkisstjórnin stendur eins og trélíkneski í miðju spilinu, veit ekkert hvað hún á að gera, skilur ekki hamaganginn, segir eitthvað sem er hent á lofti, misskilið, vanskilið og óskilið.
Ó hve létt er þitt skóhljóð, kyrjar verkalýðsrekendur og skella hurðum. Við viljum loforð frá ríkisstjórninni, hrópa atvinnurekendur og neita að skrifa undir þriggja ára samning sem þeir að lokum skrifa undir.
Sært stolt forseta ASÍ var nú ekki merkilegra en svo að þrátt fyrir öll stóru orðin og fyrsta maí í millitíðinni, að nú á að skrifa undir páskasamninginn.
Gengur þetta lengur? Er ekki skynsamlegri og árangursríkari leið til að vinna kjarasamninga en að haga sér eins og vinsælast þótti fyrir fimmtíu árum?
Það er eiginlega ótrúlegt á upplýsingaöld að ekki skuli vera hægt að klára samninga á hljóðlátari og skynsamlegri hátt. Vita aðilar vinnumarkaðarins ekki betur, kunna þeir ekkert annað, eru þeir gjörsneiddir almennri skynsami?
Stefnir í undirritun í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er vont að vera Gosi (spýtukall úr tré) núna þegar þjóðfélagið logar endanna á milli og nefið á Gosa (Jóhanna / Steingrímur) lengist með hverri mínútunni.
Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.