Segjum upp Schengen-samningnum

Alþingi á að taka Schengen-samningin segja honum upp. Gallar hans virðast vera miklu meiri en kostirnir. Það gengur auðvitað ekki að annars ágæt hugmynd um opin landamæri verði til þess að skipulögð glæpastarfsemi vaxi eins og raunin hefur orðið hér á landi.

Segjum þessum samningi upp og látum hvern og einn sem kemur hingað til lands framvísa tölvulesanlegu vegabréfi og vísum vonda liðinu aftur til síns heima. Við eigum nógu erfitt með íslenska glæpamenn.

Við eigum að hafa strangt eftirlit með þeim sem koma hingað til lands rétt eins og Bandaríkjamenn gera. Í því eru landvarnir okkar fólgnar að verja þjóðina fyrir glæpalýðnum sem veður uppi í Evrópu. 


mbl.is Vilja endurskoða Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Alveg sammála...........

Eyþór Örn Óskarsson, 4.5.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sossarnir bæði hér á landi og í Noregi og Svíþjóð hafa alltaf notað sömu aðferðina við að rægja niður það sem satt er, með því að halda því fram að fólk sé kynþáttahatarar sem einfaldleg hafa þá skoðun að þetta er ekki að ganga upp. Best er að minnast Frjálslyndaflokksins, sem vildi bara aðeins staldra við, og skoða þessi mál. Mig minnir að Ingibjörg Sólrún hafi froðufellt yfir því hvurslag kynþáttahatarar væru í Frjálslynda. Skoðanakananir þá, sýndu fram á að 80% af þjóðinni (þeim sem tóku þárr) vildi árið 2006, endursskoða þennan gjörning. Eins og venjulega er ekkert tekið mark á fólki, því þótt þær kannanir sýndu þennan eindregna vilja meirihluta til að endurskoða þetta, þá var við horfið "ÞIÐ ERUÐ EKKI ÞJÓÐIN". Þjóðin fyrir þessu fólki  er fólkið alþingi. Svo einfalt er það. Því miður mun þetta ekkert breytast og engin lærdómur verður af hruninu. Flokkarnir allir sem einn, byrjuðu bara á því að fara beint gegn rannsóknarskýrslunni og tryggja sér áframhaldandi styrki frá okkur almenning. Meirihlutinn af Alþingi okkar íslendinga er upp fyrir haus í spillingu og reynir að halda í sætin með öllum ráðum svo upp um þau komsit ekki. En það er nú reyndar allt önnur umræða.

Kveðja Sigurður.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.5.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband