Verkföll eru gamaldags úrræði

Þeir iða allir í skinninu, forsvarsmenn okkar launþega, þá langar svo í verkföll. Sýna úr hverju þeir eru gerðir og hversu duglegir þeir eru að bæta launin okkar. Lítið hafa þeir þó haft fyrir lífinu undanfarin ár nema röfla þungir á brún um vanda eða vandaleysi. Þegar síðan upp er staðið hefur hagvöxturinn verið nægur til að bæta launakjörin, þeir hafa ekkert lagt til undanfarinn áratug. 

Eftir hrunið hafa verkalýðsrekendurnir endurnærst og styrkst og ætla nú hvað sem það kostar í verkföll.

Persónulega afþakka ég að fara í verkfall. Ég ætla ekki að fórna hluta af launatekjum mínum til að bæta sært stolt Guðmundar Gunnarssonar, Gylfa Arnbjörnssonar og annarra álíka sem geta ekki á sér heilum tekið þess að SA hafnaði þriggja ára samningi fyrir páska.

Nú virðist SA tilbúið til að samþykkja þann sama samning en Guðmundur, Gylfi og fóstbræður þeirra eru svo sárir og segja einfaldlega að tímarnir hafi breyst, sá samningur sé ekki til umræðu.

Svona fíflaskap og sýndarmennsku hafa aðilar vinnumarkaðarins sýnt í kjarasamningum í allan vetur. Þessi vinnubrögð eru til skammar.

Verkföll eru gamaldags úrræði. Í dag eru allar forsendur til að semja, upplýsingar liggja fyrir, tengsl milli manna eru greið. Það eina sem vantar er vilja og leggja af þetta dramatíska leikrit sem kjarasamningar virðast allaf byggjast á.

Þessir menn eiga að drullast til að gera það sem launþegar krefjast. Enginn vill verkföll og engar forsendur eru til verkfalla. Sé stolt þessara manna skert þá eiga þeir að ganga til sálfræðings eða fara heim og leggja sig og láta varamenn taka stöðu þeirrra. 


mbl.is Hóta allsherjarverkfalli 25. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það langar engann í verkfall, Sigurður. Jafnvel þó þeir félagar Gylfi og Guðmundur séu ekki eins og venjulegt fólk oft á tíðum og hagi sér vægast sagt undarlega gera þeir, eins og aðrir, sér grein fyrir skelfilegum afleiðingum verkfalla.

En verkfall er eina úrræði launafólks, það hefur engin önnur vopn. Því verður það að nota það vopn þegar öll sund hafa lokast.

Varðandi þá fullyrðingu að samningur hafi legið á borðinu fyrir páska, þá er hún rétt að nokkru. Það lá samningur fyrir milli SA og ASÍ. SA valdi hins vegar að ganga frá þeim samningi og málin fóru í frost.

Staðreyndin er að sá samningur var langt rá því ásættanlegur og ástæða þess að þessir menn eru nú ekki tilbúnir til að ganga til þeirra einföld.

Meðan þetta hlé var gert á samningum var fundað í félugum og þar kom skýrt fram að launafólk sætti sig ekki við þann samning sem fyrir lá. 

Því er allt eins víst og reyndar meiri líkur en minni, að ef sá samningur hefði verið undirritaður, hefði hann fallið innan félaganna.

Þetta er búið að gera þeim félugum Gylfa og Guðmundi grein fyrir, samt heldur Guðmundur áfram á sömu braut og "krefst" 4,5% launahækkunar, nánast það sama og lá fyrir í páskasamningnum! 

Það eina sem hann bætir við er að samningurinn skuli taka gildi tveim mánuðum fyrr, eða frá ármótum í stað mars.

Ástæðan er að Elkem samningurinn gildir frá þeim tíma. Samningur starfsmanna Elkem gildir frá áramótum VEGNA þess að þá rann eldri samningur úr gildi. Ef Guðmundur vill fara að dæmi þess samnings á hann að krefjast þess að samningurinn gildi frá 30.nóv. eða þegar almennir samningar runnu út. Auðvitað á þetta ekki að vera samningsatriði, auðvitað á nýr kjarasamningur alltaf að gilda frá lokum þess eldri.

Þetta gap í Gylfa og Guðmundi er bara hluti af leikritinu og Vilhjálmur E tekur þátt í því með þeim. Það er að koma 1.maí svo þessir menn verða að líta sæmilega út.

Það verður ekki verkfall, sem betur fer. Eins og ég sagði í upphafi gera þessir "spekingar" sér grein fyrir afleiðingum þess og sú krafa sem Guðmundur nefndi í fréttinni er ekki næg til verkfalls, ekki fyrir atvinnurekendur og alls ekki fyrir launþega. Til þess er krafan einfaldlega of lág.

Ef hins vegar spilast þannig úr málum að til verkfalla komi, getur SA alveg gleymt samningum á þessum nótum. Ef launafólki verður att í verkföll munu kröfur þess verða mun hærri. Til þess kemur þó ekki núna.

Það mun verða gengið frá samningi á næstu dögum, í síðasta lagi áður en verkfall á að hefjast. Það er hins vegar niðurstaða þess samnings og hvort tekst að fá hann smþykktann inna félagana, sem ræður því hvort verkföll verða.

Það mun tíminn leiða í ljós.

Gunnar Heiðarsson, 30.4.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mér finnst það sérkennilegt þegar fráfarandi foringi kastar stríðshanskanum framan í næst komandi foringja til að vinna úr.

Svo hefði ég haldið að gerðu bara þeir sem eru sín sjúkir um athygli.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 30.4.2011 kl. 18:07

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég hélt satt best að segja Siggi að þessi mannalæti og drýldni verklýðsforingja heyrði sögunni til. En annað virðist vera upp á teningnum. Þessi á Akranesi er alveg í sérstöku uppáhaldi hjá mér; mikill baráttumaður.

Það raunalegasta í stöðunni nú sýnist mér vera að ASÍ ætli að láta ríkisstjórnina nota sig í pólitískum slag við SA. Þessi samtök atvinnulífsins, sem svo eru kölluð, ættu að hætta að láta etja sér á pólitískt forað!!

Gústaf Níelsson, 30.4.2011 kl. 18:22

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er bara leikrit. Dettur einhverjum í hug að á upplýsingaöld, með allri þeirri tækni sem til er og öllum aðgangi að gögnum og fólki, að ekki sé hægt að semja um kaup og kjör á fljótlegri hátt en þeim sem hefur verið brúkaður síðustu þrjátíu áratugi?

Nei, verkalýðsrekendur haga sér eins og óupplýstir götustrákar sem grýttu nágranna sína í öðrum götum af því að búsetan gerði þá að óvinum ... Og atvinnurekendur eru ekkert skárri. Brúka pólitísk meðöl til að ná sínu fram. Síðan hrærir ríkisstjórnin í þessu öllu af því hún hefur enga framtíðarsýn, enga fagmennsku, kann ekki að ganga á milli og kann ekki að stjórna landi.

Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Svona aðferðafræði er bull sem enginn græðir nokkurn skapaðan hlut á, allir tapa.

Krafan í dag á að vera skynsamir og upplýstir kjarasamningar sem byggja á upplýsingum um verðmætasköpun. Menn hljóta að geta fundið upp aðra aðferð en ömurlega gamaldags leikrit. Þetta gengur ekki lengur.

Og á sama tíma og fjöldi fólks mótmælir spillingu, krefst skynsamrar umræðu, skilvirkari stjórnmála, þá fara menn í göngu þann fyrsta maí og þylja þulur langt aftur úr heiðni rétt eins og árið í ár sé ekki 2011. Þetta rekst allt saman og hrærigrauturinn er fullkomnaður.

Ef ástæða er til að fara í kröfugöngur þá er krafan sú að hver og vinni vinnuna sína, stuðli að verðmætasköpun en ekki hangsi, kjaftagangi eða keppni um það hver geti sprænt lengst.

Eða hversu erfitt er að stjórna landi þar sem búa 300 þúsund manns? Það er ekki eins og þörf sé á sérfræðingum með yfirskilvitlega hæfileika. Fyrir alla muni áttum okkur á því að hér búa ekki milljónir manna. Reksturinn er á við smáfyrirtæki og það þarf aðeins heilbrigða skynsemi svo hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.4.2011 kl. 21:15

5 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Innilega sammála þér Sigurður, takk fyrir !

Hilmar Sigurðsson, 30.4.2011 kl. 21:55

6 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Sigurður, gleymdi: Þú hefur e.t.v. tök á því að henda inn skoðanakönnun hjá þér?

Hilmar Sigurðsson, 30.4.2011 kl. 21:56

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef aldrei verið með skoðanakönnun á þessu bloggi. Slíkar kannanir gefa aldrei rétta mynd af einu eða neina. Hvað ertu að meina? Hilmar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.4.2011 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband