Ísbirnir hlaupa 100 m á innan við 5 sekúndum

Gaman var að heyra í Reimari Vilmundarsyni, skipstjóra á Snædísi, í útvarpinu í hádeginu. Honum þótti verst að geta ekki komist nær birninum en 30 m á bátnum. Helst vildi Reimar komast upp í fjöru til að klappa bangsa ... Auðvitað var þetta bara í gríni sagt.

Flestir vita að ísbirnir eru afar sprettharðir, hlaupa 100 m á um fimm sekúndum. Sprettharðasti íþróttamaður heims myndi ekki bjarga sér á hlaupum undan ísbirni. Kosturinn er hins vegar sá að björninn hleypur ekki lengi. Hann er búinn að vera eftir þessa metra.

Til hvaða ráða á þá að grípa verði maður á vegi ísbjörns. Jú, einhver sagði að best væri að ferðast með öðrum og sá væri slakari hlaupari en maður sjálfur ...

Annar bætti því við að ísbirnir væru afar forvitnir. Væri maður einn á ferð og tæki á rás til að bjarga lífi sínu væri gott að vera með vettling, helst úhverfan fingravettling, henda honum frá sér á hlaupunum. Forvitni ísbjarnarins væri þá vakin og hann myndi staðnæmast til að skoða vettlinginn og snúa honum á réttuna. Á meðan gæti maður hlaupið nægilega langt til að hann gæti ekki náð manni á sprettinum.

Þetta síðasta er hins vegar tilgáta. Veit ekki hvort hún virkar í raunveruleikanum ...

Ísbirnir eru hræðilega grimm dýr. Best er að skjóta þá nálgist þeir mannabústaði. Urða þá síðan og láta ekki nokkurn mann vita.


mbl.is Hressilegur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2011 kl. 13:42

2 identicon

Þeir eru líka dýr í útrýmingarhættu, og á að skjóta þá með deifibyssu og senda aftur á norðurpólinn í stað þess að drepa skepnurnar.

Ég veit um eina skeppnu, sem er grimmust allra skeppna á jörðinni ... þessi skeppna kallast mankyn, og fari þeir ei með gát, geta þeir orðið í útrýmingarhættu í framtíðinni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 21:12

3 Smámynd: Óli Björn Kárason

Mér var sögð eftirfarandi saga sem verður að taka hana eins og hún kemur:

Fyrrum yfirmaður norðurflota Nato skildi ekki af hverju ekki væri gengið hreint til verks þegar ísbjörn kom að landi í Skagafirði - við Hraun á Skaga. Hann sagði: Ég hef oft farið út á ísinn með félagum mínum og ég veit að ísbirnir eru einhver hættulegustu dýr sem þú getur staðið frammi fyrir. Við höfum oft sagt að eina leiðin til að forðast ísbjörn sé að taka upp byssuna og skjóta félaga þinn í fótinn og hlaupa síðan í burtu. 

Óli Björn Kárason, 2.5.2011 kl. 23:24

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Frábær saga, fer pottþétt í safnið ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.5.2011 kl. 23:40

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

Oli god saga

Magnús Ágústsson, 3.5.2011 kl. 03:12

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bjarne, hvernig getur staðið á því að það er 1000 dýra veiðikvóti á ísbjörnum í Kanada og á Grænlandi, ef þeir eru í útrýmingarhættu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2011 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband