Vingulsháttur beggja aðila í kjaraviðræðum

Forseti ASÍ getur haft um stöðuna í kjarasamningunum eins mörg orð og hann vill. Þegar öllu er á botninn hvolft snúast þær um samning til hagsbóta fyrir launþega á vegum samtakanna. Það er slæmt hafi samningur legið á borðinu fyrir páska en SA ekki treyst sér í hann.

Hvert er vandamálið hafi SA nú snúist hugur og vilji semja til þriggja ára? Hefur ASÍ breytt um skoðun eða vilja samtökin hegna SA fyrir vingulshátt eða hafa hagað sér eins og jójó?

Óskiljanlegt er að sá samningur sem ASÍ þótti góður fyrir páska sé að mati forsetans ekki nógu góður núna. Jójó stefnan er greinilega að ná tökum á öllum aðilum vinnumarkaðarins.

Sá lærdómur sem við, almenningur, getum dregið af kjaraviðræðum SA og ASÍ er einfaldlega sá að þær eru leikrit. Sumpart fyrirfram ritað og að hluta spunni.

Ég myndi treysta mér til að búa til kjarasamning á einum degi. í honum yrðu hagsmunir launþega og atvinnurekenda eru tryggðir, ekkert vandamál eða kjaftagangur. Þarf ekki meira en þokkalega fjárveitingu, húsnæði nokkra samstarfsmenn og samningurinn mun liggja á borðinu fyrir kvöldmat.  


mbl.is Ekki hægt að hafa þetta eins og jójó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sigurður, Gylfi sér að ef hér verður áframhaldandi kvótakerfi verður enginn hagvöxtur fyrir fólkið í landinu. Svar Ríkisstjórnarinnar var rangt fyrir ASÍ og þjóðina.

Ekki er nóg með að yfir 500 milljarða skuldir útgerðarinnar stefni í fang íslendinga í formi afskrifta heldur á að halda áfram skuldasöfnun og send menn á eftirlaun með fulla vasa af illa fengnum pening prentuðum út á óveiddan fisk. 

Ólafur Örn Jónsson, 30.4.2011 kl. 09:18

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er illa ígrunduð athugasemd. Kvótakerfi er búið að vera við lýði í meira en þrjátíu ár og hagvöxtur allan þann tíma. Skil ekki seinni hlutann, er eins og Gylfi sjálfur hafi samið hann vegna framboðs í prjófkjöri hjá Samfylkingunni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.4.2011 kl. 10:15

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Framsalið í 18 ár.

Hagvöxur Sigurður byggður á peninga prenntun út á kvóta veð? Útgerðin hefur ekki skapað varnlegan hagvöxt þrátt fyrir gott árferði. Kvóti verður aldrei skíra gull sem hægt er að margfalda í bönkum. Þess vegna fór sem fór. 

Getur útgerðin borgað yfir 500 milljarða skuldir? 

Hvar eru þessir 500 milljarðar? Í sameiginlegum lífeyrisjóð þjóðarinnar? Nei en þjóðin á að borga þessar skuldir því ekki fara þær til himna? 

Ólafur Örn Jónsson, 30.4.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband