Samstaða er hættulegt orð

Nú tíðkast í hátíðarræðum að tala fjálglega um samstöðu og gagnrýni á gamaldags umræðu sem byggist á kjafthætti og sleggjudómum. Hins vegar hef ég engan hitt sem tilbúinn er að láta af skoðunum sínum til að efla samstöðu. Engann hef ég heldur hitt sem viðurkennir að hann sé með kjafthátt eða grundi illa mál sitt.

Þeir sem krefjast samstöðunnar eru yfirleitt haldnir þeirri þráhyggju að aðrir eyðileggi allt. „Ekki benda á mig ..“ söng Bubbinn og það eru orð að sönnu. Enginn viðurkennir galla sína opinberlega.

Samstaða er hættulegt orð. Skortur á samstöðu þýðir að í mörgum löndum fljúga byssukúlur og lögregla og her lemur á almenningi. Sá sem hefur aðra skoðun er þorri almennings fær að heyra það hér á landi, ekki er sama hver talar. Slík umræða er á villigötum.

Hættum einfaldlega að krefjast samstöðu. Óskum hins vegar eftir málefnalegri umræðu. Svörum á málefnalegan hátt, færum rök fyrir skoðunum okkar. Gerum ekki eins og maðurinn sem ég hitti í heita pottinum á dögunum. Hann var ósammála og lét það í ljós með því að fetta vísifingurinn framan í andlitið á þeim sem hann deildi við og gerði lítið úr skoðunum þeirra. Til hvers að sýna samstöðu með slíkum manni. Málflutningur hans féll mér illa í geð.

Sérhagsmunir eru ekki af hinu vonda. Þjóðfélagið er fullt af sérhagsmunum og það er allt í lagi. Sjúkir, fatlaðir, aldraðir, ungir, atvinnulausir, miðaldra, blankir, ríkir ... Landsbyggðarfólk kvartar hástöfum yfir eldsneytisverði, Reykvíkingar hugsanlega síður.

Fyrir alla muni ekki ætlast til þess að heil þjóð sé steypt í sama mótið. Það er hún einfaldlega ekki. 

 


mbl.is Mikilvægast að þjóðin standi saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband