Hagkerfi í öngstræti ríkisafskipta

Þrátt fyrir alla óáran sem hugsast getur er alltaf lífsmark með fólki. Efnahagskreppa er í heiminum, eldgos hafa hrjáð þjóðina, gjaldþrot, atvinnuleysi, gengistryggð lán og skatta- og gjaldastefna ríkisstjórnarinnar. Almennt ætti engum að fallast hendur en engu að síður er ástandið erfitt.

Ívar Páll Jónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir í viðskiptakálfi blaðsins í dag, 28. apríl 2011.

Íslenska hagkerfið er í öngstræti ríkisafskipta. Ríkissjóður er rekinn með halla og sýgur til sín mest allt sparifé í landinu, sem annars færi að hluta til í fjárfestingu í atvinnulífinu. Fjárfesting er því hverfandi og án fjárfestingar er enginn hagvöxtur.

Ríkið skuldar hundruðum milljarða meira en það á í erlendum gjaldeyri, annað hvort beint eða óbeint. Þess vegna eru gjaldeyrishöft í landinu. Gjaldeyrishöft virka letjandi á erlenda fjárfestingu eða lánveitingar til íslenskra aðila, því fjárfestar eða lánveitendur geta ekki verið vissir um að fá vexti eða arð til baka. Með þessa þröngu erlendu skuldastöðu ríkisins á hagkerfið alltaf yfir höfði sér að gjaldeyrishöftin verði hert.

Vegna þessa kverkataks ríkisins á atvinnulífinu hefur lítið sem ekkert dregið úr atvinnuleysi frá hruni. 

Þó ofangreind klausa fjalli einkum um vanmátt fyrirtækja til launahækkana lýsir hún engu að síður stöðu atvinnulífsins undanfarin tvö ár. Fyrirtækin eru mergsogin, rétt eins og allur almenningur. Því þarf enginn að vera hissa á því að enn er viðvarandi atvinnuleysi, fyrirtækin þori ekki að ráða til sín fólk, þjóðin heldur aftur af sér í neyslu og fjárfestingum. Allt gerist þetta vegna þess að ríkið tekur með valdi allt fjármagn til sín.

Skynsöm stjórnvöld reyna að efla atvinnulífi, hvetja fyrirtæki og almenning til fjárfestinga g neyslu og auka þannig veltuna í þjóðfélaginu.

Í stað skynsamlegrar aðferðafræði beitir ríkisstjórnin einfaldlega gamaldags aðferðum við vandamál nútímans. Og niðurstaðan er gjaldþrot fyrirtækja, atvinnuleysi, þrengingar og erfiðleikar hjá heimilunum.

Svo segja sumir að við þurfum að styrkja þessa ríkisstjórn í stað þess að fara í þingkosningar. ... þjóðin hafi ekki efni á pólitískru upplausnarástandi. Halló ... þannig hefur ástandið verið undanfarin tvö ár. Er ekki kominn tími til að almenningur fái að segja hug sinn eða er það eitthvað sem ekki má spyrja þjóðina álits á? Forsætisráðherra hefur látið hafa það eftir sér að rangt sé að setja skattamál í þjóðaratkvæðagreiðslu og þess vegna hafi verið rangt að setja Icesave undir dóm þjóðarinnar. Svona fólki er ekki viðbjargandi. Stundum er lýðræðið gott og stundum ekki.


mbl.is 208 fyrirtæki gjaldþrota í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll það er einmitt það sem okkur vantar er lýðræði en það sem er hér allt að drepa er foringja og flokksræði ásamt einkavinavæðingu sem blómstrar þessa dagana einnig eru þjófar útrásarinnar varðir með kjafti og klóm gegn réttlátri málsmeðferð og uppgjöri!

Sigurður Haraldsson, 28.4.2011 kl. 09:52

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll nafni. Nei, þessir frasar um ?foringja og flokksræði og einkavinavæingu? eru fyrir löngu orðnir gjörsamlega innantómir og í ofanálag hundleiðinlegir - skila engu.

Oft er styrk stjórn gagnrýnd sem foringjaræði og flokksræði sem stjórnleysi ... Til að losna við innihaldslausa frasa eins og þarf umræðan að verða málefnaleg og gagnrýnin að beinast að kjarna máls en ekki brúka ?haglabyssu? pólitíkina í þeirri von að eitthvað hagl hitti í mark. Þetta síðarnefnda er eiginlega vandi íslenskrar stjórnmálabaráttu sem og skortur á yfirvegaðri rökræðu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband