Kvartsár og aðgerðarlaus ríkisstjórn
11.4.2011 | 13:32
Ríkisstjórnin kvartar undan því að forsetinn stundi stjórnmálastarfsemi á Bessastöðu. Líklega finnst henni ómöguleg að forsetinn skuldi reyna að telja kjark í þjóðina og reyna að koma málstað hennar á framfæri erlendis.
Staðreyndin er hins vegar sú að forsætisráðherra er fyrir löngu búinn að tapa jarðtengingu og fjármálaráðherra hefur ekki óskiptan flokk á bak við sig.
Þeir þurfa því að taka á málunum sem það geta fyrst ríkisstjórnin stendur sig ekki í stykkinu. Ég hef sagt það áður og ég endurtek það; ríkisstjórnin er dáin en hún veit það ekki. Hún er kvartsár vegna þess að hún veit að hún stendur sig ekki.
Gagnslaust er fyrir forsætisráðherra að stappa niður fótum og hóta samstarfsflokknum stjórnarslitum smali fjármálaráðherrann ekki saman köttunum. Og Samfylkingin er hætt að stunda pólitík, hún bíður þess að forsætisráðherran segi af sér og hætti.
Þessi ríkisstjórn hefur aldrei gengið í takt og mun aldrei gera það. Innan skamms verður hún aðeins slæm minning.
Ömurleg frammistaða Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.