Á forseti að vera ríkisstjórn leiðitamur?
22.2.2011 | 15:03
Umræður um breytingar á stjórnarskránni hafa upp á síðkastið einkennst af einhverri þörf á að breyta breytinganna vegna. Nú er komin upp ný viðbára og hún er sú að hefna sína á forseta vegna þess sem stjórnarskráin leyfði honum.
Þegar forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin 2005 var það síst af öllu það sem fyrst kom upp að breyta 26. grein stjórnarskrárinnar. Steingrímur J. Sigfússon fagnaði þá synjun forsetans en nú er hann bara forundrandi á að fosetinn skuli leyfa sér að hafa sjálfstæða hugsun.
Þarf að stafa það ofan í stjórnmálamenn að við getum ekki gert hvort tveggja, haldið og sleppt. Jú, fyrirgefið, ef ríkisstjórnin hefur leiðitaman forseta þá getur hún að sjálfsögðu pantað samþykkt hans á öllum lögum sem Alþingi samþykkir.
Sjálfum þætti mér nú betra að hafa sjálfstæðan forseta sem tekur afstöðu til eðli máls á hverjum tíma heldur en einhvern lepp ríkisstjórnar.
Nei, við getum ekki leyft okkur að reiðast ákvörðun forsetans og bara þess vegna talað um breytingar á stjórnarskránni. Það ber ekki vott um góða sjálfsstjórn.
Væri það ekki skynsamlegast að þingið einhenti sér í að stofna stjórnarskrárnefnd? Í henni ættu þingmenn sæti þingmenn er hefðu það að verkefni sínu að gera tillögu um stjórnarskrá fyrir vorið. Þá gætum við sauðsvartur almúginn fengið að kjósa til Alþingis í vor svo fremi sem það samþykki stjórnarskrárbreytingu fyrir sumarið. Um leið gætum við sloppið við að búa til hjáleiguþing um stjórnarskránna með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir.
![]() |
Vill breyta 26. greininni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það vantar bara að alþingi ákveði að hafa kosningar einu sinni á öld og núverandi ráðamenn haldi völdum þangað til við kjósum næst eða 2111. Komin smá valdaspilling í fólk sem hefur ekki beint verið lengi við völd og ekki beint með mikið fylgi kjósenda eins og staðan er í dag.
Mofi, 22.2.2011 kl. 15:46
Þú ert kaldhæðinn, Mofi. Ég held að ríkisstjórnin og þingmenn meirihlutans átti sig bara ekki á stöðu mála, hlusti ekki á grasrótina.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2011 kl. 15:53
Hlusta ekki á grasrótina, hlusta ekki á forsetann, virðast bara ana áfram; samt ekki með málefni sem þau voru búin að segjast ætla að framkvæma eins og að koma kvótamálum í einhvern farveg. Þvílíkt samansafn af vonbrigðum er þessi stjórn.
Mofi, 22.2.2011 kl. 17:10
http://lol.is/?skoda=10762 hvað skyldi hafa breyst hjá Steingrími? :)
Sævar Einarsson, 23.2.2011 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.