Klúður ef kjósa á um tvö mál samtímis

Þó fjármálaráðherra kvarti og kveini yfir kostnaði ríkisvaldsins við ýmis konar kosningar á vegum lýðræðisríkisins Íslands verður engu að síður að fullyrða að sá kostnaður sé ósköp eðlilegur. Í mörgum tilfellum kann að vera einfalt mál að halda tvö- eða þrefaldar kosningar í einu. Þá erum við ef til vill að ræða um tillögu um áfengisútsölu, hundahald eða álíka „smámál“.

Hins vegar er Icesave málið alls ekkert smámál. Raunar er það stærsta málið sem fallið hefur til þjóðarinnar frá lýðveldiskosningunni og sýnist sitt hverjum um málið. Skoðanir eru líka skiptar um stjórnlagaþing og kosningar til þess. Það er ekki heldur neitt smámál sem hægt er að gera að einhvers konar hjámáli við enn stærri kosningu.

Frá upphafi hefur Icesave málið verið til bölvaðra óþæginda fyrir þjóðina. Ríkisstjórnin hefur ekki getað klárað það svo vel sé og þingið hefur nú verið gert afturreka með það í tvígang. Hvers vegna ætti ríkisstjórnin að leyfa þessu mikilvæga máli að klúðrast enn einn ganginn með því að kjósa um annað mál á sama degi? Það væri bara klúður með skýru fordæmi.

Er ástæða til að klúðra Icesave á ný á þann hátt að þjóðin fái ekki að einbeita sér að kosningunni án truflunar frá öðrum málum. Eða finnst ríkisstjórninni þetta mál vera smámál. Til viðbótar er allt óljóst með stjórnlagaþingskosninguna; framboð og kynningu frambjóðenda nema ríkisstjórnin ætli sér að þröngva þeim í annað framboð sem tóku þátt í því fyrra. Þeirri kosningu er lokið og nú þarf að efna til annarrar og leita eftir frambjóðendum, gefa þeim kost á að kynna sig og ekki síst ganga úr skugga um að í þetta sinn verði kosið á milli frambjóðenda en ekki númera.

Hversu mjög sem við viljum spara þá eiga þessu tvö mál alls ekkert skylt og ber að kjósa til þeirra í sitt hvoru lagi. Eða hvað liggur svona óskaplega mikið á með stjórnlagaþingskosninguna? Verði kosið um þessi tvö mál má ætla að ríkisstjórnin sé að reyna að trufla einbeitingu þjóðarinnar og auðvelda sér áróður sinn.


mbl.is Dagsetning liggur ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

http://www.althingi.is/lagas/139a/2010091.html

Bendi á 3. málsgrein 4.gr lagana.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.2.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lögin sega líklega ekkert um það hvort halda megi kosningu samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um annað en forsetakjör eða kosningar til þings. Skyldi mega álykta þannig að ekki verði haldnar aðrar kosningar samhliða en þessar?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2011 kl. 14:37

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Samkvæmt mínum skilningi mætti þjóðaratkvæðagreiðslan vera um mörg mál þessvegna, og vera samhliða þeim kosningum sem minnst er á í lögunum.  Kosningar til stjórnlagaþings myndu hinsvegar falla þar fyrir utan.

Ef það er virkilegur vilji til þess að kjósa til stjórnlagaþings samhliða næstu þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti að breyta lögunum.  Hvort það sé æskilegt að halda kosningar til stjórnlagaþings samhliða næstu þjóðaratkvæðagreiðslu er hinsvegar eitthvað sem mér líst ekkert sérstaklega á.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.2.2011 kl. 15:26

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir yfirvegaðar og málefnalegar athugasemdir.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.2.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband