Vafasöm lýsing á Gunnari Thoroddsen

Allnokkuđ er liđiđ frá ţví ég lauk viđ ađ lesa ćvisögu Gunnars Thoroddsen eftir Guđna Jóhannesson, sagnfrćđing. Bókin er ţykk og efnismikil og varpar auđvitađ ljósi á ýmislegt í ćvi Gunnars og er fengur ađ ţví. Ţegar upp var stađiđ var ég samt dálítiđ efins um manninn en viđ nánari umhugsun finnst mér ćvisagan hvorki varpa réttu ljósi á Gunnar né marga samferđamenn hans í stjórnmálum. Auđvitađ hef ég ekki ţaullesiđ bókina en til ađ átta mig á henni las ég aftur ćvisögu Ólafs Thors. Fékk ég ţá samanburđ á samtíma Gunnars og efnistökum tveggja ólíkra ćvisöguritara.

Gunnar kemur mér svo fyrir í ljósi ćvisöguritarans ađ hann hafi veriđ nokkuđ hégómlegur, meira gefinn fyrir titla en verkefni, um pólitískan eldmóđ er fátt fjallađ, hann virđist hafa setiđ á ţingi án ţess ađ hafa látiđ til sín taka í neinum málum sem einhverju skipta. Sáralítiđ er getiđ um borgarstjóratíđ hans og raunar er sem mađurinn hafi ekkert sinnt ţví starfi. Sannast sagna líkar mér ekki viđ ţennan Gunnar.

Fleira orkar tvímćlis í bókinni. Ţađ sem vekur ţó athygli lesandans er hversu miklu plássi er variđ í ágreining Gunnars viđ samţingmenn og forystu Sjálfstćđisflokksins vegna forsetakjörsins 1952 ţegar Gunnar tók ţá ákvörđun ađ styđja tengdaföđur sinn í stađ séra Bjarna Jónsson sem Sjálfstćđisflokkurinn lýsti yfir stuđningi viđ. Ţađ er raunar gert ađ ţungamiđju ćvi Gunnars og orsakavaldi allra hans erfiđleika og vandamála upp frá ţví.

Ég vil halda ţví fram ađ forsetakosningarnar hafi ekki skipt svo miklu máli sem ćvisöguritari Gunnars vill vera láta. Rök mín eru ţau ađ Gunnar hélt áfram starfi sínu í Sjálfstćđisflokknum og stendur sig vel, hann verđur ráđherra, sendiherra og prófessor. Nýtur greinilega stuđnings í ţessi embćtti. Hin vegar voru deildar meiningar um Gunnar. Ólafur Thors sagđist til dćmis ekki treysta honum. Var ţađ vegna forsetakosningana eđa risti ţađ dýpra? út í ţađ er ekki fariđ í ćvisögunni og raunar stokkiđ á ţá skýringu sem virđist nćrtćkust og engu skeytt hvort hún er rétt eđa röng, hún virkar bara nógu góđ.

Hvorki í stjórnmálum né annars stađar er sú krafa gerđ til einstaklinga ađ ţeim líki athugasemdalaust viđ náungann. Hver og einn getur litiđ í eigin barm og kemur ţá í ljós ađ flestir dćma ađra međ réttu eđa röngu. Ástćđan fyrir vantrausti ţarf ekki ađ vera merkileg, ađeins tilfinning en hún dugar ábyggilega flestum.

Verst viđ ćvisöguna er ađ lesandinn fćr undarlega tilfinningu fyrir stjórnmálamanni sem lengi var áberandi í ţjóđlífinu. Flestir geta skiliđ metnađ Gunnars. Ganga ekki allir stjórnmálamenn međ ráđherrann í maganum, dreymir ekki marga um ađ komast í stól forsćtisráđherra? Ég er ţess fullviss um ađ líf Gunnars snérist ekki um ţessa drauma. Hann vann ađ stefnumálum Sjálfstćđisflokksins og vék aldrei frá ţeim frekar en ađrir ţingmenn og ráđherrar hans.

Ćvisöguritarinn, Guđni Jóhannesson, gerir alltof mikiđ úr ágreiningi milli Gunnars og annarra í forystu Sjálfstćđisflokksins og alltof lítiđ úr stjórnmálastörfum Gunnars og samstarfi hans viđ samherja sína á ţingi og í borgarstjórn og raunar út um allt land. Fyrir vikiđ verđur ćvisagan ekki trúverđug ađ ţessu leyti.

Guđni Jóhannesson er án efa góđur sagnfrćđingur og ritar léttan og lćsilegan texta en innihaldiđ verđur ađ gagnrýna. Ég fékk ţađ ţó ansi sterkt á tilfinninguna ađ hann vćri alls ekki hlyntur Sjálfstćđisflokknum, sem er í lagi nema fyrir ţá sök ađ hann virđist einfaldlega vera á móti flokknum og hagar frásögn sinni ţannig.

Ef til vill er ţetta misskilningur af minni hálfu en mér finnst ţađ ekki jákvćtt hvernig hann fjallar um Ólaf Thors og gerir hann beinlínis ađ illgjörnum manni, fullum af heift gagnvart Gunnari. Ţetta gengur alls ekki upp miđađ viđ ţau einkenni sem Matthías Jóhannesson segir ađ einkennt hafi Ólaf. Ţví til stuđnings eru skođanir fjölmargra andstćđinga Ólafs í stjórnmálum. Til dćmis var vinátta hans og Einars Olgeirssonar mikil og sterk, sama var um Gylfa Ţ. Gíslason og marga fleiri. Illgjarn var Ólafur aldrei.

Svo virđist sem Guđni geri Bjarna Benediktssyni upp mikla óvild í garđ Gunnars, en ţađ gengur alls ekki upp. Vel má vera ađ Bjarni hafi veriđ ţungur mađur í skapi og erfitt viđ hann ađ eiga, og Matthías tekur undir ţađ en bćtir ţó viđ ađ Bjarni hafi veriđ sanngjarn og viđrćđugóđur.

Matthías Jóhannesson ritar líka afskaplega góđan texta, stíll hans er ekki síđur leikandi og grípandi. Sá síđarnefndi gerir ţó miklu meira úr stjórnmálastarfi Ólafs Thors, verkefnum hans, samtímanum og samherjunum. Hafđi hann, eins og Guđni, úr fjölmörgu persónulega efni ađ mođa. Bók Matthíasar verđur samt fyllri og skilmerkilegri.

Ţegar öllu var á botninn hvolft fannst mér verulega gaman af bókinni um Gunnar Thoroddsen. Raunar langar mig til ađ bera bćkurnar ítarlegar saman en ég hef gert í ţessum litla pistl. Bćđi er ađ ritarar ţeirra eru skemmtilega fćrir, mjög ólíkir og ekki síst eru ţessir tveir stjórnmálamenn afskaplega áhugaverđir sem og samtíđ ţeirra. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

Ég er einmitt alveg á öndverđri skođun međ ţessa bók Guđna Th. Mér finnst hann koma ţessu heiđarlega frá sér. Börn Gunnars lesa yfir og gera ekki athugasemdir, ţađ segir manni eitthvađ.

Gunnari er ekki hlíft í bókinni, ţetta er ekki eintómur mćrđarlestur eins og margar ćfisögur vilja oft vera.

Ég hafđi verulega gaman ađ bókinni.

Ég hef hins vegar ekki lesiđ ćfisögu Ólafs Thors.

Ragnheiđur , 18.2.2011 kl. 09:57

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţakka ţér fyrir, Ragnheiđur. Ég gleymdi ađ nefna ţetta međ börn Gunnars, ţví ţađ vekur hjá mér nokkra undrun ađ ţau skuli hafa samţykkt frásögnina međ ţessum annmörkum. Ţađ er rétt hjá ţér ađ bókin er ekki lofgerđ um Gunnar, en ég kann bara ekki viđ lýsinguna á honum eđa mörgum öđrum í bókinni.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 18.2.2011 kl. 10:01

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég komst ađ svipađri niđurstöđu eftir lestur á bókinni,finnst allt of mikiđ gert úr ţessum sífelda ágreining viđ foristu flokksins. Eftir lesturinn ţá spyrmađur sig hvar eru afrek hans í ţjóđmálunum,sem ég held ađ hljóti ađ vera nokkur. Leynir sér ekki ađ skrásetjari er ekki hlyntur Sjálfstćđisflokknum,en bókin er vel lćsileg,ţess vegna las ég hana orđi til orđs ţó hún sé ţung á höndum 1,7 Kg.

Ragnar Gunnlaugsson, 18.2.2011 kl. 10:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband