Borin von að forsetinn staðfesti ekki

Synjunarvald forseta Íslands á samþykktum frumvörpu til laga er vissulega til staðar en það er borin von að hann beiti valdi sínu einu sinni enn. Hann mun skrifa undir lögin innan nokkurra daga.

Hers vegna fullyrði ég þetta, kann einhver að spyrja? Svarið liggur í augum uppi. Synjun forsetans á síðasta Icesave samningi var gríðarlegt högg á ríkisstjórnina. Hún mun ekki rísa upp fái hún annað. Þar af leiðandi mun hún aldrei taka áhættuna á því að forsetinn synji.

Hvað gera klókir stjórnmálamenn undir þessum kringumstæðum? Jú þeir fara til forsetans og ræða málið við hann. Ganga einfaldlega úr skugga um að hann sé samningnum hlyntur.

Því miður er það bara svona.

Hlustaði enginn á viðtalið við forsetann í Silfri Egils síðasta sunnudag. Hann gaf þar beinlínis til kynna að honum væri Icesave samningurinn þóknanlegur og það sem meira er, hann hefur þaullesið hann. Að vísu dró hann aðeins í land í lok viðtalsins, svona til að jafna málin og það væri ekki eins greinilegt að hann hefði tekið afstöðu.

Stjórnmálamenn sem leggja allt sitt undir verða að sjá nokkra leiki fram í tímann. Að öðru leyti fer illa, rétt eins og gerðist fyrir ári er forsetinn synjaði Icesave frumvarpinu staðfestingar. Það mun ekki gerast núna. Ríkisstjórnin ætlar ekki að fremja níunda sjálfsmorð sitt, hún hefur eitthvað lært á þessum tveimur lífárum sínum. Hins vegar er hún löngu dauð - veit bara ekki af því


mbl.is Síðast hugsaði forsetinn málið í sex sólarhringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Segir sig sjálft.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Forsetinn sagði líka í Silfrinu að forsendur þess að hann gæti synjað lögum staðfestingar væru að ljóst mætti vera að Alþingi hefði mistekist að sannfæra þjóðina um nauðsyn lagana.

Hvort sem menn eru með eða á móti þessari afgreiðslu Icesave, þá er það kristal tært að Alþingi og ríkisstjórninni hefur gersamlega mistekist að sannfæra þjóðina um þessa niðurstöðu.

Það eru komnar fleiri undirskriftir núna en í fjölmiðlamálinu á sínum tíma, sem voru forsenda synjunar forsetans þá, að greinilega væri gjá milli þings og þjóðar.

Gjáin núna er óbrúanleg, það verður ekki sátt í þessu þjóðfélagi næstu árin eða áratugina, verði þjóðin ekki látin ákveða sjálf, hvort hún undirgengst þennan klafa eða ekki.

Ég held að forsetinn synji en þjóðin muni, þótt súrt sé, samþykkja þetta ógeð. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.2.2011 kl. 22:51

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Færa má fyrir því rök að synjun Forsetans og atkvæðagreiðslan sem fylgdi hafi gefið okkur betri samningsstöðu og skárri samning í kjölfarið. Hæpið er að leika þann leik oft. Ég er sjálfur á því að eðlilegt sé að semja um þetta mál. (Ekki bara af þeirri ástæðu að út frá því var gengið í allri aðstoð AGS o.fl. í kjölfar hrunsins.)

Að hafna þessum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu væri því að mörgu leyti óheiðarlegt, en látum það liggja á milli hluta, almenningur var svo sem ekki spurður á sínum tíma hvernig brugðist skyldi við í hruninu. Hitt er svo að ég tel það óráð að ætla þjóðaratkvæðagreiðslu bestu leiðina til að meta og ákveða hvort farið skuli í dómsmál í flókinn lagalegri deilu.

Stæði ég persónulega í erfiðum og flóknum lagalegum ágreiningi myndi ég leita mér ráðgjafar hjá færum lögfræðingum, en ekki fá vinnufélagana til að greiða atkvæði um hvernig málið skyldi leyst.

Ólafur Ragnar lætur ekki ríkisstjórnina segja sér fyrir verkum, en kemst líklega að þeirri niðurstöðu að það sé illskást fyrir þjóðina að hann undirriti lögin.

Skeggi Skaftason, 17.2.2011 kl. 08:43

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Forsetinn stendur þessari ríkisstjórn nærri en margur heldur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.2.2011 kl. 08:46

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þó ég sé andstæðingur þess að þjóðin taki á sig þessar skuldbindingar vegna ICESAVE III og var á móti báum fyrri eymdarsamningum þá verð ég því miður að vera sammála þér að þetta verður líklega niðurstaðan hjá forsetanum hann mun staðfesta lögin.

Þar kemur margt til en þyngst vegur þessi aukni meirihluti á Alþingi með stuðningi meirihluta Sjálfstæðisflokksins og hjásetu sumra annarra.

Einnig er ég mjög sammála skeleggri greiningu Skeggja Skaftasonar hér að ofan.

Því miður þá verður þetta svona.

Gunnlaugur I., 17.2.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband