Böl atvinnuleysis hrekur fólk úr landi

Í ljós kemur nú ástæðan fyrir því að atvinnulausum fækkar örlítið. Á síðustu tveimur árum hafa rúmlega 18 þúsund manns flutt burtu af landinu. Á móti kemur að 7 þúsund Íslendingar hafa flutt til landsins. Það vantar því 11 þúsund Íslendinga.

Þetta er sú einkunn sem efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið. Hún ber í sér atvinnuleysi og landflótta, í raun hreina skelfingu fyrir þúsundir Íslendinga, ekki aðeins þá sem flosna upp og kjósa að reyna fyrir sér í öðrum löndum, heldur líka fyrir hins sem óttast að fyrir þeim liggi sömu örlög, missa atvinnuna.

Eitthvað myndi heyrast ef allir íbúar á Norðurlandi vestra myndu hverfa úr landshlutanum eða allir íbúar á Vestfjörðum og eru íbúar í þessum landshlutum þó færri en sem nemur þeim sem flúð hafa land.

Ríkisstjórnin og raunar fjölda stjórnmálamanna og embættismanna skilur ekki hverskonar böl atvinnuleysið er fyrir einstaklinginn, hversu erfitt það er að geta ekki unnið sér fyrir nauðþurftum og átt þak yfir höfuð sér svo ekki sé talað um þann sársauka sem verður til í hjarta fólks sem á ekki annars úrkosta en að flytjast úr landi, frá ættingjum og vinum.

Ég á tvö börn sem búsett eru í útlöndum. Ég hef sagt við þau bæð að það sé engin ástæða sé að koma hingað til lands í bráð. 


mbl.is Fleiri fluttu út en hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Sæll frændi. Það má ekki gleyma því að eina hagstærðin sem hefur reynzt hagfelldari en gert var ráð fyrir, eru útgjöld til atvinnuleysinsbóta. Þær hafa ekki verið eins miklar og við var búizt. Landflóttinn hefur séð fyrir því.

Skúli Víkingsson, 25.1.2011 kl. 13:36

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það væri eftir öðru, frændi, að ríkisstjórnin myndi nú senda þakkir til þeirra sem flúið hafa land fyrir að vera ekki byrði á ríkissjóði ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.1.2011 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband