Var fuglalífi á Íslandi útrýmt um áramótin?

Ekki er það nú sennileg skýring að fuglar hafi drepist úr hræðslu vegna nokkurra flugelda í Arkansas í Bandaríkjunum. Sé þetta rétt skýring ættu fuglar Íslands og raunar alls Norður-Atlantshafsins að hafa dáið út um síðustu áramót eða smám saman síðan skoteldar urðu vinsælir hér á landi.

Ég man ekki til þess að hafa heyrt um að sálarangist fugla á gamlárskvöld. Veit þó til að hross hafi fælst og kýr misst nyt. 

Ég sver það, að ég sá fugl í Reykjavík á laugardaginn. Hann var að vísu skrýtinn, gæti hafa verið undanvillingur úr Vinstri grænum. Miklu líklegra er þó að þetta hafi verið starri eða þröstur.

Finnst nú að blaðamaður mbl.is hefði nú getað spurt einhvern fuglafræðinginn um sálarlíf fugla svona almennt og með tilliti til skotelda. 


mbl.is Fuglar drápust líklega úr hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þarna hefur greinilega verið á ferðinni háleynileg tilraun yfirvalda með nýja ofurfuglahræðu. Nema hér hafi bara verið um að ræða dagfarsprúða fuglategund sem er ekki vön of miklum skarkala.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2011 kl. 01:13

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Magnaðir þessir svo kölluðu vísindamenn

Sigurður Haraldsson, 4.1.2011 kl. 09:09

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikilvægt að standa vaktina og forða því að virðing fyrir umhverfi og lífi nái að ógna hagvextinum Sigurður.

Þú ert óbilandi!

Árni Gunnarsson, 4.1.2011 kl. 16:24

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fuglarnir yfir Arkansas voru í sértrúarsöfnuði, sem taldi að sameiginlegt hópsjálfsmorð þeirra væri eina leiðin til að bjarga heiminum frá spillingu og glötun. Leiðtogi þeirra, Hrafn Kráka Hrafnsson, situr nú og étur hræ í Acapulco.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2011 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband