Krossferðariddarar ná sjaldnast neinum árangri

Þegar ekkert er að frétta úr stjórnmálunum og beðið er eftir uppgjörsfundi VG skemmta meðalmennin sér við að hártogast um orð sem utanríkisráðherra viðhafði um samþingmann úr öðrum flokki. Þetta er svo skrýtið að það minnir á einhvers konar Kremlarlógíu en það voru pælingar um meiningar sovéskra valdhafa. Þeir höfðu það fyrir reglu að tala aldrei hreint út. Hins vegar skipta orð litlu máli, það eru efndirnar sem eru aðalatriðið. Þessu gleyma svo margir, ekki síst margmálir stjórnmálmenn.

Staðreyndin er einfaldlega sú að Lilja Móses (þannig nefnir forsætisráðherra hana alltaf, líklega í niðurlægingarskyni) er hætt í VG. Hún er klár stelpa, hefur ákveðnar skoðanir, en rekst ekki flokki, hún er „lóner“ eins og það er nefnt. Slíkir eru óábyggilegir og erfiðir fyrir hvaða flokk sem er vegna þess að starf flokka byggjast á samkomulagi og samvinnu. Á móti kemur að Lilja hefur eldmóð og er stefnuföst, telur að stefna ríkisstjórnarinnar gagnist ekki almenningi. Þetta ber að virða.

Ásmundur Daði er á svipaðir skoðun en hann skortir hugrekki til að ganga sömu leið og Lilja, er líklega hræddur við umtalsilla samflokksmenn. Atli lögmaður mun ekki heldur yfirgefa VG vegna þess að hann er einfaldlega of linur og sérgóður. Báðir munu frekar láta flokkinn niðurlægja sig, þeir verða sviptir embættum og skammaðir á lokuðum þingflokksfundi. Þeir munu svo halda sér til hlés framvegis, sneyptir eins og sovéskur stjórnmálamaður sem slapp við gúlagið.

Niðurstaðan verður sú að Lilja Móses (þannig nefnir forsætisráðherra hana alltaf, líklega í niðurlægingarskyni) verður utanflokka til að byrja með en hættir svo á þingi með vorinu vegna þess að þegar allt kemur til alls hefur hún hvorki kjark eða dugnað til að vinna ein auk þess sem sú vinna mun engu skila fyrir almenning.

Þannig fer fyrir krossferðariddurum allra flokka, þeir geta ekki unnið innan þeirra og þeir ná engum árangri utan þeirra. Niðurstaðan er einfaldlega sú að samvinna og samkomulag er besta leiðin til að ná fram einhverjum bótum fyrir almenning.


mbl.is Telur að Lilja eigi að sýna Össuri skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

????

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband