Uppáhald, klúður og persónulegt

Þegar snögglega er litið yfir árið sem er að líða hrasar maður um eftirfarandi þúfur:

  1. Dómur Hæstaréttar um gengistryggingar lána telst af hinu góða.
  2. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var ekki ein góð og búsit var við. Í henni er margvísleg steypa og hún er að hluta til hlutdræg. Skrifa um hana á nýju ári.
  3. Synjun forsetans á lögunum um Icesave var af hinu góða
  4. Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var löðrungur framan í ríkisstjórnina
  5. Wikileaks var stórmerkilegt framtak sem sýnir að leyndarmál Bandaríkjamanna voru engin leyndarmál heldur höfðu hundruð þúsunda aðgang að þeim.
Klúður ársins finnst mér þessi vera:
  1. Ríkisstjórnin og verk hennar
  2. Lögin um stjórnlagaþingið, „kosningabaráttan“ og úrslitin
  3. Borgarstjórinn í Reykjavík sem skilur ekki, veit ekki, þekkir ekki og kann ekkert nema að vera trúður. Hann er í þægilegri innivinnu.
 Persónulega finnst mér eftirfarandi standa uppúr:
  1. Að vera með flensu meðan á gosinu á Fimmvörðuhálsi stóð
  2. Ruglið í lögreglunni um staðhætti á Fimmvörðuhálsi og á Eyjafjallajökli
  3. Að hafa stolist inn að Lóni meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð
  4. Að hafa stolist með Reyni vini mínum yfir Fimmvörðuháls meðan valdsstjórnin var með lokað á Fimmvörðuhálsi.
  5. Að hafa með fleirum skipulagt gönguleið yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í júní.
  6. Að hafa gengið um Hornstrandir í einstaklega skemmtilegum félagsskap.
Persónulegt klúður ársins var þetta:
  1. Að hafa ekki gengið á Eyjafjallajökul meðan á gosinu stóð
  2. Að hafa ekki gengið á Eyjafjallajökul meðan á gosinu stóð
  3. Að hafa ekki gengið á Eyjafjallajökul meðan á gosinu stóð
Að þessu rituðu óska ég lesanda þessa bloggs alls hins besta í framtíðinni og vona að stafsetningavillur valdi honum ekki sálfræðilegum vanda.
 
Gleðileg ... þaddna ... jól/afmæli/nýtt ár ... eða þannig. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband