Ofmetið útvarp og vanmetin þögn
23.12.2010 | 15:06
Ríkisútvarpið er líklega skrýtnasta fyrirtæki á landinu. Eða ætti ég að segja stofnun? Afar sjálfhverft apparat.
Tökum sem dæmi jólakveðjurnar sem nú er farið að lesa á rás eitt. Eflaust finnst mörgum afar jólalegt að hlusta á síbyljuna en að Nonni og fjölskylda nái að heyra kveðjuna frá Gunnu og fjölskyldu er líklega jafn vonlaust og að fá lofstein í gegnum þakið hjá sér. Jólakveðjurnar eiga rætur sínar í einokunartímabili Ríkisútvarpsins sem illu heilli varði í um fimmtíu ár. Maður ólst upp við að vera knúinn til að hlusta á menningarofvitanna sem tróðu upp á landsmenn ýmiskonar dagskrá sem átti að vera einhvers konar meðaltal þess sem allir vildu hlusta á. Fannst þessum ofvitum í minni æsku aldeilis ótrúlegt að við vildu frekar hlusta á kanann en íslenska nútímatónlist eftir Atla Heimi, sem að vísu er hinn ljúfasti maður.
Annað dæmi er dagskrá rásar eitt fyrir stjórnlagaþingskosningarnar. Þá datt ofvitum ríkisútvarpsins í hug að demba viðtölum við meira enn fimmhundruð frambjóðendur og dugði ekki minna en heil vika. Engum datt í hug að eitthvað væri athugunarvert við framtakið. Hvernig í ósköpunum áttu hlustendur að geta myndað sér skoðun á öllum þessum fjölda frambjóðenda? Það var í raun útilokað að gera öllum frambjóðendum skil og hefði útvarpið betur sleppt þessum hroða.
Einhvern veginn verður það allaf svo að engin gagnrýnin rödd má heyrast á dagskrá útvarpsins. Þar á bæ eru allir svo afskaplega meðvirkir í að gera öllum að meðaltali gott í stað þess að sérhæfa sig á einhvern hátt. Svo er gripið til hinna skrýtnu varna sem byggast á frasanum um öryggishlutverk RÚV, menningarhlutverk þess og svo framvegis.
Þegar upp er staðið er RÚV eifnaldlega útvarp og sjónvarp. Hversu flókin þarf slík starfsemi að vera?
Svo er það allt annað mál og álíka alvarlegt hversu einhæfni nútíma útvarpsstöðva er orðin mikil og hversu þögnin er vanmetin.
Einlægar og hjartahlýjar kveðjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þessi stofnun hefur verið eins og bíomynd frá Rússlandi um persónuheilaþvott
erum við ekki að færast nær kommablokkinni daglega ?
kv.
Ea
Erla Magna Alexandersdóttir, 23.12.2010 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.