Ríkisstjórn verður að geta treyst á meirihluta sinn
21.12.2010 | 13:19
Útilokað er að stunda stjórnmál nema vera ákveðinn í þeirru stefnu sem viðkomandi hefur myndað með flokki og ríkisstjórn. Það duga hreinlega ekki að vera hálfvogur, stundum með og stundum ekki. Þannig er vonlaust að vinna, hvort heldur er í stjórnmálum eða í öðrum málum.
Persónulega tel ég að þremenningarnir í VG hafi rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á svokallað norræna velferðarstjórn. Hún fer offari og það bitnar á atvinnu almennings og möguleikum þúsunda manna til framfærslu án styrkja. Ríkisstjórnin er einfaldlega á rangri leið.
Það breytir hins vegar engu um stöðu þremenninganna í stjórnarmeirihlutanum. Þeir eiga þar ekki heima nema gera hreint fyrir sínum dyrum, breyti um stefnu, eða ríkisstjórnin nálgist skoðanir þeirra. Hið síðarnefnda er nú varla í spilunum.
Staðreyndin er einfaldlega sú að geti ríkisstjórn ekki treyst á meirihluta sinn hversu rúmur eða tæpur hann er ber henni að segja af sér. Gangi ríkisstjórn ekki að vinna gagn með þingstyrk sínum á hún að segja af sér, í því er þjóðarhagur fólginn. Ríkisstjórnin virðist hanga saman vegna þeirra stefnu einnar að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda. Hagur þjóðarinnar byggist ekki á því.
Ögmundur gagnrýnir bréf þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.