Þjóðaratkvæðagreiðsla er óhjákvæmileg

Icesave málið er einsdæmi. Ekki aðeins er málið þannig vaxið að það varðar þjóðarhag meir en flest önnur heldur hefur minnstu munað að það hafi valdið hrikalegum hamförum í fjármálum þjóðarinnar.

Þar sem þjóðin fékk tækifæri til að hafna fyrri samningi er nauðsynlegt að hún fái að leggja mat sitt á þennan. Að öðrum kosti mun aldrei fást sátt um niðurstöðurnar.

Persónulega leggst ég gegn þessum nýja samningi vegna þess að það er ekki íslenskrar þjóðar að greiða skuldir einstaklinga eða fyrirtækja, hvorki hér á landi né erlendis.  

Nú er uppi vaxandi áróður með því að þingið samþykki nýja samninginn. Hið sama var uppi með þann fyrri. Því var gegndarlaust haldið fram að þingið hefði þaulrætt hann, ekkert væri lengur ósagt og þess vegna hefði mátt samþykkja hann. Þetta reyndist rangt því þjóðin hafði aðra skoðun, hún hafði ekki sagt sitt og það reyndist vera stórt og ákveðið NEI.

Ætlar ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn að sýna þjóðinni þá óvirðingu að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu? Þá mega hinir sömu muna að þeir komust til valda í þjóðaratkvæðagreiðslu og þeim verður refsað í þeirri næstu. Ráðamenn komast einfaldlega ekki framhjá þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Góð gjöf að sameinast um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband