Spámenn landsins bregðast

Með þessari frétt rifjast upp fyrir manni ummæli fjölda berdreyminna og forspárra manna í ræðu og riti um áframhaldandi gos í Eyjafjallajökli, Kötlu og raunar öllum eldstöðvum landsins.

Ég, sem mikil áhugamaður um „óvísindalegar staðreyndir“, hef orðið fyrir miklum vonbrigðum að spárnar hafi ekki ræst.

Verst finnst mér að hinn skýri draumur minn um tólf eldgos í einu á landinu skuli „einungis“ hafa verið fyrir tólf gráðu frosti í nóvember.

Niðurstaðan er sú að enginn gat spáð fyrir um gosið í Eyjafjallajökli og enginn getur spáð fyrir um framhald eldgosavirkni nema ef skyldi tækjum búnir jarðvísindamenn. Það eru líka vonbrigði.


mbl.is Almannavarnastig lækkað í óvissustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband