Kosningafyrirkomulag út í hött

Þegar notaðar eru aðferðir við atkvæðagreiðslur sem fáir skilja og svo til vonlaust er að reikna út niðurstöðurnar nema með tölvu eru menn einfaldlega á villigötum. Slíkar aðferðir ganga þvert gegn lýðræðislegum tilgangi með atkvæðagreiðslum þjóðarinnar og ber að leggja af.

Kosningarnar til stjórnlagaþings voru einfaldlega vonbrigði. Ekki aðeins var þátttakan hörmulega léleg heldur var aðdragandi og eftirmálar þannig að engin furða þótt skilningur fólks sé lítill sem enginn.

Vonandi verður þessi aferð aldrei notuð aftur. 

 


mbl.is Reynt að ráða í vilja kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Nú er ég gjörsamlega ósammála.   Ef markmiðið er að sem flestir kjósendur fái inn sem flesta þeirra frambjóðanda sem þeir helst vilja, þá eru einfaldlega fá betri kerfi til.

Ef kosningarnar eiga að hafa einhver önnur markmið - jú, þá er hægt að koma með mun einfaldari kerfi....en það þarf að skilgreina markmiðin.

Púkinn, 7.12.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þegar önnur aðferðarfræði er notuð en sú sem telur beint og myndi sína raunverulega niðurstöðu, það er sá sem flest atkvæði hlaut fer í fyrsta sæti og svo sá sem var með næst flest atkvæði í annað sæti og svo koll af kolli þá er verið að blekkja fólk....

Allt sem tekið er frá raunveruleikanum og sett í aðra mynd, er gert vegna þess að raunveruleikin henntar ekki...

Hversu bilað er það að vera með Ríkisstjórn sem er þar....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 11:10

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það getur vel verið að Púkinn hafi rétt fyrir sér en ég vil að kosningakerfið sé einfalt og öllum auðskiljanlegt. Maður geti reiknað auðveldlega út þann sem er í fyrsta til tuttuguasta og fimmta sæti. Ef ég get það ekki þá er kerfið of flókið. Þessu til viðbótar finnst mörgum það furðulegt að kjósa fjóra tölustafi en ekki nafn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.12.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Morten Lange

Núverndi kerfi við kosninga til Alþingis eru ekki betri hvað varðar gagnsæi  að mér skilst. Sérstaklega ekki hvað varðar siðustu sætin sem eru úthlutuð. Og flokkar geta fengið sætahlutfall sem er ekki í beinu samhenmgi við fjölda atkvæði. Þar að auki er mikið um að fólk kjósi taktískt. 

Ef kosningakerfið hefði verið "first past the post", þá hefðu margiur ekki greitt atkvæðu eins og þeir gerðu þegar maður er "tryggður" sem kjósanda að ef aðalvalið komist ekki að þá mun itthvert af vara-atkvæðin nýtast.

Hefði kerfið verið öðruvísi (hefðbundið), þá hefðui fólk kosið öðruvísi, og enn frekar hefði verið ýtt undir að þekkta fólkið, og sem var álítað sigurstanglegt hefði orðið fyrir valinu.

Morten Lange, 7.12.2010 kl. 14:01

5 Smámynd: Morten Lange

Ég vona að fleiri teymi "fræðimanna"  geti fengið aðgnag að frumgögnunum og gert tilraunir með aðrar útfærslur af STV-kerkfinu. Og líka til að staðfesta að útreikningar hafa verið réttar. 

Tek loks undir með að gagnsæi og að geta sannreynt skiptir auðvitað máli í kosningum. Þess vegna er  ekki góð hugmynd að vera með kosninga sem ekki skilur eftir sér pappírsgögn. (paper trail)

Morten Lange, 7.12.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband