Ofbeldi skal mætt með valdi

Auðvitað er þetta ekki fullnaðarlausn. Það getur bara ekki verið. Hins vegar stendur forsætisráðherra föst á þeirri skoðun sem hún hefur áður viðrað, að ekki sé hægt að koma meira til móts við skuldara. Í viðtali við Rúv í gærkvöldi hélt hún því fram að niðurstaðan í dag sé endanlega Ekkert frekar myndi verða gert í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Þó stjórnarmenn í Hagsmunasamtökum heimilanna hafi rétt fyrir sér, þetta sé áfangi á lengi leið, er það ekki skilningur ríkisstjórnarinnar. Hún skilur ekkert nema barið sé á henn í sífellum með rökum. Þannig var það með Icesave og þannig er það með skuldavanda heimilanna.

Næst á dagskránni er einfaldlega sú aðgerð að almenningur dragi sparifé sitt út bönkunum, hætti að nota kortin, og sýni þannig að hann er ekki bara afl í kosningum heldur einnig þar á milli. Sá þjófnaður á eigin fé heimilanna sem viðgengst hefur verður að ganga til baka. Ofbeldi skal mætt með valdi. 


mbl.is Komin að vörðu en ekki endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: predikari

Ég skil ekki, hvaða þjófnaður?

predikari, 3.12.2010 kl. 14:14

2 identicon

Fyllilega sammála, nú ber Íslendingum að sýna að þeir séu ekki sauðir.  Þeir voru dregnir inn í þetta eins og sauðir, og nú er kominn tími til að þeir geri allveg eins og "Georg Bush" sagði, og "Davíð" sagði ....

"Við borgum ekki krónu"

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 15:45

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Það er eins og að sumir skilji þetta ekki:

Eyjólfur G Svavarsson, 4.12.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband