Þeir tala blítt þessir frambjóðendur

Þessar kosningar eru er hið undarlegasta mál. Hvergi finnast frambjóðandur, þeir eru í felum nema örfáir sem reyna að auglýsa eða koma sér á framfæri með greinaskrifum. 

Um er að ræða persónukjör. Aragrúi frambjóðenda. Þeir keppast um að tala í frösum, tala blítt, gæta þess að tala eins og þeir halda að kjósendur vilji. Menn elska og dásama mannréttindi, þrískiptingu valdsins, heiðarleika, réttlæti, sólarlagið, náttúruna, hlýindin og allir eru á móti spillingu, ofríki framkvæmdavaldsins, ódæmum dómsvaldsins og ólögum löggjafarvaldsins. 

Einhver frambjóðandi sem var svo áfram um réttlætið að hann hélt því fram að fyrirtækin ættu að vera í eigu ríkisins og þjóðaratkvæði ætti að gilda um starfsemi hvers og eins ... Já, takk fyrir.

Og hvernig fara umræður fram á stjórnlagaþingi? Einhver gáfumaður í framboði talar um „samtöl á stjórnlagaþingi“. Dettur nokkrum í hug annað en rökræður og deilur. Ef ekki, er vandséð hvernig niðurstöðurnar geti orðið skynsamlegar. Verst af öllu ef allir varða nú sammála og setja okkur langhund fyrir stjórnarskrá. Við höfum enga þörf fyrir slíkt.

Þó ég hafi litla trú á stjórnlagaþinginu ætla ég að kjósa. Ég hef áður gert grein fyrir aðferðafræði minni og endurtek hana hér:

 Svona ætla ég að gera, hef feitletrað nokkur atriði til áhersluauka:

  1. Velj þann sem ég þekki persónulega og treysti
  2. Velja einn af hverri stétt
  3. Raða öllum frambjóðendum eftir starfsheiti
  4. Ekki velja fólk eftir útliti og alls ekki eftir því hveru vel þeir eru máli farnir.
  5. Sleppa öllum þrasstéttum, t.d. blaðamönnum, ritstjórum, stjórnmálafræðingum, fjölmiðlamönnum og -fræðingum og prestum. Að öðrum kosti endum við með lið sem hefur óskaplega mikla æfingu í að segja frá engu í löngu máli.
  6. Sleppa öllum sem titla sig forstjóra.
  7. Sleppa öllum sem eru háttsettir embættismenn, t.d. forstjóra Vinnumálstofnunar, talsmanni neytenda, þeir hafa nóg að gera, ef ekki þá eiga þeir að fá sér annað starf.
  8. Sleppa þeim sem eru með mörg starfsheiti. Þeir eru líklega að reyna að fleyta sér áfram á vafasömum forsendum
  9. Sleppa þeim sem eru með löng starfsheiti, þau eru bara til vandræða. Eitt starfsheiti er meira en nóg sama á við menntun. Sá sem er með mikla menntun er bara til óþurftar, veit ekkert hvað hann vill.
  10. Sleppa öllum nemendum, þeir hafa ekki næga reynslu eða þekking, þess vegna eru þeir í námi.
  11. Sleppum leikurum eða leikstjórum, hinir fyrrnefndu hafa aðeins reynslu af því að segja það sem aðrir hugsa og þeir síðarnefndu hafa aðeins reynslu af því að segja öðrum að haga eins og allt aðrir.
  12. Engir nafnar mega vera í úrvalinu, velja þarf á milli þeirra sem bera sama fornafn. Allt annað veldur ruglingi.
  13. Velja alla sem eru með fyrrverandi (fv.) í starfsheiti. Þetta eru yfirleitt fólk sem hefur mikla og góða reynslu. Þessi regla upphefur reglu nr. 3 til 8.
  14. Velja flesta af landsbyggðinni, við þurfum að hlusta á venjulegt fólk.
  15. Ekki velja neinn sem hefur auðkennistölu sem endar á þremur og sjö, 3 og 7. Af hverju? Jú, það fækkar þeim sem þarf að velja ...
  16. Velja þá sem eru atvinnulausir. Það þarf kjark til að titla sig þannig og slíkir lofa góðu.
  17. Sleppa öllum þeim sem era ættarnafnið Wium, annars er hætta á að fyrrverandi forsetaframbjóðandi setjist á stjórnlagaþing.

Nú, þegar þarna er komið sögu ætti ég að vera kominn með ca. 40 manna lista. Þá er kominn tími til að fara yfir kynninguna á þessu liði og strika þá miskurnarlaust út sem eru mannkynsfrelsarar, ætla sér að gjörbreyta og bylta og ekki síst strika þá út sem eru einfaldlega leiðinlegir. Það er nóg af slíkum á háttvirtu Alþingi. 


mbl.is Rúmlega 10 þúsund kusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg aðferðarfræði hjá þér.

Sjálfur komst ég ekki einu sinni yfir 100 manns af þessum 500+ og get þess vegna ekki sagt að ég hafi valið neitt betur.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Páll Blöndal

Ég er með eina pottþétta aðferð fyrir okkur öll.

1) Velja aðeins þá sem hafa 1 sem síðasta staf í auðkennistölunni.
2) Velja aðeins þá sem hafa þriðja staf sem þversummuna af tveimur fyrstu stöfunum OG að sú þversumma sé jöfn fjölda dverganna 7.
3) Velja aðeins þá sem hafa fyrstu töluna jafna fjölda einstaklinganna frá Liverpool sem kölluðu sig The Beatles:

Nú reynir á speki manna til að reikna sig niður á hina einu sönnu tölu sem á að fara í fyrsta sætið á atkvæðaseðlinum.

En fyrir þá sem vilja stytta sér leið og fá svarið strax þá er það:


                                               HÉR

Páll Blöndal, 26.11.2010 kl. 14:40

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef þú horfir framhjá lið 1 þá slepp ég í gegnum nálaraugað

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 14:44

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sá vandi sem þú lýsir er nú einmitt ástæðan fyrir þessari aðferðarfræði minni, Bjarni Ben.

Mundu, Páll, að grundvallaratriðið er að aðferðarfræðin sé einföld og auðskiljanleg öllum þeim sem hafa skerta greind. Ég komst til dæmis aldrei lengra en að ættarnafninu þínu ...

Axel, gleymdu samt ekki niðurlaginu. Það er dauðasök að vera leiðinlegur. Vonandi fellurðu ekki á því nálarauga ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.11.2010 kl. 15:10

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það hlýtur að vera matsatriði.  Annars fell ég á liðum 13 og 16, nema ég bæti fv. við eldra starfsheiti, en þá fell ég á lið 8 í staðinn.

Úff...

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 15:28

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú átt við vanda að etja, Axel. Annars er ein leyniregla til og hún er sú að ef MÉR þykir einhver skemmtilegur þá kemmst hann í gegn. Af því að þú virðist nú vera fínn náungi þá er hér ein líflína.

Þú starfar sem tölvutæknir. Hvort ertu Windos- eða Makkamaður?

Og varað þig nú. Rangt svar og þú kemst aldrei á stjórnlagaþing ...

Á þessu má sjá að hér eru stundaðar málaefnalegar umræður um val fólks á stjórnlagaþing og kröfur gerðar til hæfileika fólks.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.11.2010 kl. 15:40

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég nota sjálfur Windows og Linux.  Ekkert sérstaklegar hrifinn af makkanum vegna þess að vélbúnaðurinn er yfirverðlagður miðað við sambærilega pésa.  Stýrikerfið er svosem ágætt.  En ég er alinn upp við Dos og kunni því alltaf best.  Besta stýrikerfi sem ég hef skoðað er hinsvegar QNX, en verst er að nær engin forrit eru til fyrir það.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 16:00

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Úbs ... (Því miður er ekki hægt að greina frá niðurstöðum þessarar mikilvægu spurningar. Svar Axles er komið í fulkomnustu PC tölvu sem finnst á markaðnum, og er hún útbúin með Windows 7.0 stýrikerfinu. Þess er að vænta að útslitin skili sér eftir um það bil tvær vikur, frjósi tölvan ekki eða vírus komist í hana).

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.11.2010 kl. 16:09

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Úbs, þar fór það...

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband