Er verið að panta ákveðna niðurstöðu?
11.11.2010 | 11:49
Hér er á ferðinni eitt mesta lýðskrum sem hugsast getur. Staðreyndin er einfaldlega sú að þingsályktunartillaga um málið hefur ekki nokkur áhrif. Hún hefur ekkert lagagildi og saksóknara ber ekki að taka neitt tillit til hennar.
Til hvers er þá verið að leggja fram tillögu um að atvik í Alþingishúsinu hafi verið hættulaust. Allt eins væri hægt að leggja fram ályktun um að hríðarbylur einhvern tiltekinn dagahafi ekki verið hríðarbylur heldur logndrífa.
Skoðun þingsins hefur ekki laga gildi nema samþykkt verði frumvarp til laga sem tekur á málefninu. Mörður Árnason ætlar að gera það sama og fyrrverandi samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, að reyna að hafa áhrif á lögreglu og dómsvald.
Persónulega hef ég sáralítið út á þetta atvik í Alþingishúsinu að setja. Geri ráð fyrir að sakborningar fái létta áminningu. Hitt finnst mér alvarlegra þegar löggjafarvaldið er misnotað til að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður lögreglurannsóknar eða hreinlega á dómsvaldið. Það er einsdæmi.
Ekki árás á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já það er verið að því
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:18
áminning dugar hér
Jón Snæbjörnsson, 11.11.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.