Hvað með eignarýrnunina?

Svo virðist sem sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um skuldavanda heimilanna láti eins og eignarýrnun almennings í íbúðum sínum skipti engu máli. Það er kunnara en frá þarf að segja að í efnahagshruninu hefur eigið fé fólks í íbúðum sínum rýrnað gríðarlega mikið, jafnvel svo að það er hreinlega uppurið.

Þetta gengur alls ekki. Því er spurningin sú hver hagnaðist á eignarýrnun íbúðarhúsnæðis. Var það íbúðalánasjóðir og bankarnir?

Með beinni rökleiðslu hlýtur að mega taka aftur þessa eignarýrnun að öllu leiti. Ekki bjóða upp á 110% af markaðsverði íbúða, það er viðurkenning á þjófnaði.

Réttlátast er að færa með handhafli vísitölur og viðmið aftur til 1. janúar 2007 eða 8. Um leið verði öllum skuldabréfum, ekki bara gengistryggðum, fyrir íbúðum, bílum og öðrum fjárfestingum breytt einhliða og vextir settir fastir við 3%. Þetta er ekki meiri eða alvarlegri aðgerð en þegar skattlausa árið var ákveðið. Einn penni, eitt pennastrik.


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Sammála!

Edda Karlsdóttir, 10.11.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Undarlegt að þetta sé ekki hægt, því að jú.....þessir peningar voru aldrei til. Þeir eru hugarfóstur eitthvers reiknilíkans sem að tikkar í bakgrunninun og talnalosta gimpin lúta í duftið því til heiðurs.

Ellert Júlíusson, 10.11.2010 kl. 21:53

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Svoldið merkilegt þessir útreikningar hjá þeim, tökum bara öll heimilin í landinu sem dæmi en ekki 10.700 heimili, skuldir Íslenskra heimila eru í dag áætlaðar um 2000 milljarðar og það eru ca 110 þúsund heimili á Íslandi, þannig að meðalskuldir íslenskra heimila eru í kringum 18 milljónir króna. En þetta er ekki allskostar rétt ef maður skoðar það betur, maður er að lesa að sumar fjölskyldur eru að fá afskrifaðar vel yfir 60 milljarða, þá spyr maður sig eðlilega, hvað skulda heimilin í landinu ef við mínusum t.d. 20 skuldugustu heimilin í landinu frá? ef við segjum að 20 skuldugustu heimilin í landinu skuldi svipað, segjum bara 50 milljarða, þá eru það 50 milljarðar x 20 eða 1000 milljarðar, bara þessi 20 heimili skekkja reikninginn til muna svo í raun skulda ÖLL þessi 110 þúsund heimili á Íslandi mínus þessi 20 heimili um 1000 milljarða eða um 9 milljónir hvert heimili, svo ég blæs á að skuldaniðurfærsla á almenn heimili muni hleypa öllu í kalda kol.

Sævar Einarsson, 11.11.2010 kl. 00:07

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þessu til viðbótar má svo færa fasteignaverðsvísitölu aftur til 1. janúar 2007, þar með yrðu íbúðir allra meira virði og eignarýrnunin væri að fullu gengin tilbaka.

Skeggi Skaftason, 11.11.2010 kl. 09:10

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, nú fórstu nú alveg með það, Skeggi. Þú er meinhæðinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2010 kl. 09:12

6 Smámynd: Maelstrom

"Með beinni rökleiðslu hlýtur að mega taka aftur þessa eignarýrnun að öllu leiti"

Þú segir nokkuð.  Gætirðu leitt þetta út fyrir mig?

Gætirðu útskýrt fyrir mér eftirfarandi dæmi:  Námsmaður kemur úr námi og kaupir íbúð 2002.  Íbúðin kostar 10m og tekið er 100% lán.

2008 er lánið komið í 12,5m en íbúðin er metin á 20m.  Hvaðan kom þetta eigið fé sem kaupandinn er kominn með?

Svo kemur hrunið 2010.  Lánið fer í 16 milljónir og húsið lækkar í 16 milljónir.  Hvert fór eigið fé húseigandans?

Reyndu nú, með beinni rökleiðslu, að sýna hvernig hægt er að leiðrétta þessa eignarýrnun að fullu.

Maelstrom, 11.11.2010 kl. 14:14

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvernig nennirðu þessu, Maelström ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2010 kl. 14:22

8 Smámynd: Maelstrom

Ef þú átt við hvernig ég nenni að hugsa smá og lepja ekki gagnrýnilaust upp allt sem fólk setur á bloggið sitt...þá er þetta lítið mál.

Maelstrom, 11.11.2010 kl. 14:55

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Áts, tek þetta til mín. Maður ætti bara að hætta þessu ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband