Hvers vegna er bankastjórinn glaður?

Hver trúir því að bankastjóri Landsbankans sé ánægður með samráðsfund stjórnvalda og hagsmunaaðila vegna þess eins að hann hafi fengið kremkex með kaffinu. Nei, líklegast hefur hann komist að því að hægt er að fá ríkissjóð til að kosta meginhlutan af lausn á skuldavanda heimilanna.

Einn af forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna, Marínó G. Njálsson ,skrifaði í dag eftirfarandi: 

Því er einnig haldið fram að sértæk skuldaaðlögun muni nýtast best, en sértæk skuldaaðlögun er ekkert annað en eignaupptaka.  Hún gengur út á að fólk losi sig við eignir til að eiga fyrir stökkbreyttum skuldum.  Ekki á leiðrétta neitt fyrr en búið er að hafa af fólki flestar eignir á niðursettu verði.  Viljum við virkilega svipta tug þúsundir manna afrakstri ævistarfs síns?  Ef svo er, þá vitum við jafnframt að landflótti mun stóraukast og kreppan mun dýpka.  Verði þeim að góðu sem vilja þetta réttlæti. 

Munum það sem Marínó segir um þessa svokölluðu skuldaaðlögun. Nú er því haldið að okkur að í skýrslu sérfræðinefndarinnar sé falin allsherjarlausn. Þannig var þetta orðað í ríkisfjölmiðlunum að hægt væri að nota blöndu af nokkrum tillögum. Og forsætisráðherra segir með alkunnum pirringi að nú sé hægt að ganga frá skuldavandanum í eitt skipti fyrir öll. Hún talar eins og foreldri sem segir við barn sitt: Annað hvort borðarðu hafragrautinn þinn núna eða færð ekkert meira í allt kvöld.

Já, mismunandi leiðir, segir bankastjórinn og gleðst í hjarta sínu. Um leið á að hirða eignir af almenningi en bankarnir sem þó fengu íbúðalánin með miklu afslætti þurfa ekki að gera neitt nema makka örlítið með vonlausri ríkisstjórn.

Er almenningu sáttur við þessa skjaldborg sem slegin hefur verið um banakanna?  Erum við sátt með að tapa aleigunni svo bnakarnir megi „skrimta“?


mbl.is Gagnleg skýrsla um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband